Innipúkinn hefur farið víða síðan hátíðin var fyrst haldin árið 2002. Margir af fremstu tónlistarmönnum og skemmtikröftum landsins hafa komið fram á hátíðinni – og má þar nefna Ómar Ragnarsson, Gylfi Ægisson, Raggi Bjarna, Dikta, FM Belfast, Trabant, Mínus, Mugison, Megas, Hjaltalín, Ólöf Arnalds og svo mætti lengi áfram telja. Auk þess hafa erlendir gestir á borð við Cat Power, Blonde Redhead, Raveonettes, Jonathan Ritchman og Television spilað á púkanum. Innipúki undanfarinna ára hefur verið alfarið íslenskur og verður ekki breyting á því í nú – enda af nægu góðu og skemmtilegu að taka í fjölbreyttri tónlistarflóru landsins.