Um síðastliðna helgi fór fram Haustmót í áhaldafimleikum. Keppnin fór fram á Akureyri og sendi fimleikadeildin 22 iðkendur til keppni ásamt dómurum, þjálfurum og fararstjórum. Ferðin gekk vel í alla staði og árangur keppenda glæsilegur á mótinu.
Í fyrsta hluta mótsins fór fram keppni í 5.þrepi 9 ára og þar sigraði Aldís Leoní Rebora í samanlögðum árangri ásamt því að vinna gull á tvíslá, slá og gólfi. Unnur Eva Hlynsdóttir fékk einnig verðlaun en það var fyrir 3 sæti í samanlögðum árangri og á stökki vann Jóna Katrín Björnsdóttir til bronsverðlauna. Eftir hádegi var keppt í 5.þrepi 10 ára og 4.þrepi 9 ára og áfram héldu Fjölnisstúlkur að bæta við verðlaunum. Vensu Sara Hrórasdóttir fékk gullverðlaun fyrir sínar sláaræfingar og lenti í 3 sæti í samanlögðum árangri.
Þær Alísa Helga Svansdóttir og Heba El Asri lönduðu 5 og 10 sæti í samanlögðum árangir í 5.þrepi 10 ára stúlkna. Seinni part á laugardag mættu þær Kristín Sara Stefánsdóttir og Iðunn Ösp Hlynsdóttir til þess að keppa í 3.þrepi. Þarf sást greinilega keppnisreynsla þeirra og einbeiting sem skilaði þeim verðlaunapeningum. Iðunn Ösp landaði 2 sæti í samanlögðum árangri, fékk silfur á tvíslá og gull fyrr æfingar á slá. Kristín Sara fékk silfurverðlaun fyrir slá og bronsverðlaun fyrir gólfæfingar.
Strákarnir okkar tveir Sigurður Ari og Þorsteinn Brimar kepptu í 5.þrepi drengja og á sínu fyrsta Fsí móti og stóðu sig með prýði.