Tillaga um að sundferðir og bókasafnsskírteini verði áfram gjaldfrjáls fyrir atvinnulausa og einstaklinga með fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík árið 2015 var samþykkt á fundi velferðarráðs í lok árs.
Einstaklingur getur sótt um sundkort og bókasafnsskírteini á þjónustumiðstöð í sínu hverfi. Þegar þjónustufulltrúi hefur samþykkt beiðni getur umsækjandi valið í hvaða sundlaug hann sækir sundkort og í hvaða útibúi Borgabókasafnsins hann vill sækja bókasafnskírteinið.
Kostnaðarmat gerir ráð fyrir um 5,6 m.kr. kostnaði Reykjavíkurborgar á árinu 2015 og er það miðað við fjölda sundferða og bókasafnsskírteina undanfarin ár að teknu tilliti til verðlagshækkana.
Þjónustumiðstöðvar:
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar – Vesturgarður, Hjarðarhaga 45-47, s. 411 1700
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Laugavegi 77, s. 411 1600
Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39, s. 411 1500
Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarður, Gylfaflöt 5, s. 411 1400
Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, s. 411 1300
Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Hraunbæ 115, s. 411 1200
Þjónustuver Reykjavíkurborgar sími 4 11 11 11