Meistaraflokkur kvenna hefur leik í kvöld (föstudag) gegn BÍ/Bolungarvík og er leikurinn í Egilshöllinni kl. 20.00. Stelpurnar spila í A-riðli 1. deildar. Helena Jónsdóttir markvörður er aftur komin með leikheimild fyrir Fjölni en hún var á láni hjá Þór Akureyri í vetur. Síðan voru að bætast við tveir mjög góðir leikmenn við hópinn. Helga Franklínsdóttir kemur á láni frá Stjörnunni en Helga spilaði áður fyrr með Fjölni (2004-2008) og verður mikil gleði að fá hana aftur í Grafarvoginn. Esther Rós Arnarsdóttir (17 ára) kom einnig á láni en hun er gríðarlega efnilegur leikmaður úr Breiðabliki. Esther Rós á gríðarlegan fjölda leikja að baki með yngri landsliðinum þar sem hun hefur raðað inn mörkunum svo það er greinilegt að Siggi Víðis er að fá hana til að skora mörkin í sumar.
ALLIR AÐ MÆTA Í EGILSHÖLLINA Í KVÖLD OG HVETJA STELPURNAR, ÁFRAM FJÖLNIR
Mynd: Helga Franklíns þegar hún spilaði með Fjölni árið 2008