Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var vonsvikinn eftir að liðið tapaði fyrir Fylki í Lautinni í Árbæ fyrr í dag. Úrslitin þýða að Fjölnir getur enn fallið niður um deild, tapi liðið í síðustu umferðinni og Fram vinnur. Rautt spjald skipti sköpum í leiknum sem Ágúst sagði að hefði verið réttur dómur.
Hann sagði að þegar rauða spjaldið var staðreynd rétt fyrir hálfleik hafi hann lagt upp með það að koma í veg fyrir að Fylkir næðu að skora snemma eftir leikhléið. Það hafi gengið eftir en hins vegar hafi fyrir vikið vantað mörk frá liðinu.