Nemendur í 6. – 9. bekk Rimaskóla sýndu einstaka samstöðu og frábæran árangur þegar þeir tóku sig til, velstuddir af umsjónarkennurum og skólastjóra, og komu, sáu og sigruðu á Grunnskólamóti Reykjavíkur í frjálsum.
Þátttaka Rimaskóla vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir ótrúlegan fjölda þátttakenda og hæfileikaríka keppendur.
Rimaskóli vann líkt og í fyrra afar sannfærandi sigur í öllum fjórum árgöngunum og hlaut samtals 3629 stig. Sæmundarskóli í Grafarholti varð í 2. sæti með 288 stig.
Fyrir sigurinn vann Rimaskóli alla fjóra farandbikarana og varðveita þá næsta ár. Alls tóku 16 grunnskólar í Reykjavík þátt í frjálsíþróttakeppninni sem fram fór í sjálfri Laugardalshöllinni við bestu aðstæður.
Það eru ótrúlega margir og flottir frjálsíþróttakrakkar í Rimaskóla og skólinn er stoltur af öllum þessum fjölda unglinga sem vakti mikla athugli á mótinu fyrir góða samheldni, skipulag og frábæran árangur.