Í tilefni af byggingu nýs fimleikahúss við Egilshöllina hefur stjórn fimleikadeildar Fjölnis ákveðið að blása til flugeldafjáröflunar í samstarfi við PEP flugelda. Velunnurum deildarinnar er boðið að kaupa gjafabréf sem gilda á sölustað PEP flugelda að Draghálsi 12 á opnunartíma flugeldasölunnar á milli jóla og nýárs. Í boði er annars vegar gjafabréf upp á glæsilegann tertupakka með fimm tertum á kr. 12.400 og hins vegar veglegann fjölskyldupakka á kr. 8.400. Fimleikadeildin fær ríflegann skerf af sölu þessara gjafabréfa og mun andvirðið renna í sjóð til að fjármagna áhaldakaup fyrir nýja húsið sem stefnt er á að taka til notkunar haustið 2015. Salan mun fara fram í gegnum skráningarkerfi Fjölnis en þar er hægt að ganga frá greiðslu með kreditkorti. Einnig verður hægt að senda inn pöntun á netfangið fjolnirflugeldar@gmail.com þar sem fram þarf að koma tegund og fjöldi gjafabréfa sem kaupa á, nafn og símanúmer kaupanda og kennitala kaupanda ef óskað er eftir reikningi fyrir kaupunum. Pöntunum í gegnum netfang verður svarað með reikningsupplýsingum til að ganga frá greiðslu. Gjafabréfin verða svo afhent í Egilshöllinni þegar nær dregur jólum og mun sú afhending verða auglýst sérstaklega með tölvupósti til allra þeirra sem velja að styðja þetta verðuga málefni.
Langþráður draumur Grafarvogsbúa um fimleikahús í hverfið er loks að rætast og til að gera þar alla aðstöðu sem glæsilegasta má búast við því að fimleikadeildin þurfi að fjármagna ýmis tækjakaup. Við vonum því að Fjölnismenn og aðrir velunnarar deildarinnar sjái sér fært að styðja við bakið á okkur með því að kaupa af okkur gjafabréf og að saman sjáum við glæsilegustu fimleikaaðstöðu í Reykjavík rísa í fallega hverfinu okkar, Grafarvogi.
Athugið að í nóvember verður veittur verður 10% afsláttur af ofangreindum verðum fyrir þá sem vilja tryggja sér glæsilega flugelda með góðum fyrirvara!
Með fyrirfram þökk fyrir veittan stuðning!
Stjórn Fimleikadeildar Fjölnis