Stelpurnar í meistaraflokki kvenna hafa spilað einn leik í Íslandsmótinu og var hann gegn BÍ/Bolungarvík og vannst góður sigur 3-0 en leikurinn var spilaður í Egilshöllinni föstudaginn s.l. Esther Rós Arnardóttir var ekki lengi að stimpla sig inn í Fjölnisliðið en hún skoraði tvö fyrstu mörkin og Katrín Elfa Arnardóttir skoraði svo þriðja markið. Næsti leikur hjá þeim er á mánudaginn 26. maí kl. 20.00 í Egilshöllinni gegn Grindavík.
- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR