Eftir jafnan leik framan af þá náði lið Akureyrar að klára Fjölni nokkuð örugglega og lokatölur voru 24-31. Leikurinn var þó eins og áður sagði jafn á öllum og ekki munaði nema einu marki í hálfleik. Heimamenn í Grafarvoginum mjög einbeitir í fyrri hálfleik og það var aldrei að sjá að þeir væru að bera einhverja virðingu fyrir stjörnunum að norðan. það voru heimamenn í Fjölni sem voru yfir í hálfleik 13-12. Það voru svo Akureyringar sem voru sterkari á lokasprettinum og sigu hægt og sigandi í 3-4 marka forystu og það var þá sem kannski Fjölnis menn urðu eitthvað stressaðir og fóru að flýta sér fullmikið.
Akureyringar höfðu reynsluna og ákveðin styrk í lokin og hleyptu heimamönnum aldrei nálægt sér. Fjölnis menn eiga þó hrós skilið fyrir baráttuna. En leikar enduðu eins og áður sagði með 7 marka mun 27-31. Akureyri er því komið áfram í 8 liða úrslitin.