Grótta hélt uppteknum hætti í 1. deildinni í kvöld og sigruðu þá lið Fjölnis sem kom í heimsókn á nesið. Hörkuleikur og sem sýndi að lið fjölnis er sýnt veiði en ekki gefins. Gróttumenn höfðu þó frumkvæðið lengst af og voru með 4 marka forsytu í hálfleik 14-10 og höfðu að lokum 6 marka sgur 27-21.
Grótta var búin að endurheimta markahæsta leikmann sinn Viggó Kristjánsson sem lék ekki í síðasta leik vegna leyfis erlendis og þá var einnig Þórir Jökull Finnbogason komin aftur inn í liðið eftir meiðsli.
Grótta heldur þar með toppsæti sínu í deildinni með 33 stig eftir 17 leiki og hafa nú 3 stiga forskot á Víkinga sem eru í 2. sætinu. Fjölnismenn eru engu að síður í ágætis málum í 4. sætinu með 19 stig og eru ennþá í góð’um málum að koma sér í úrslitakeppnina.
Mörk Gróttu: Þráinn Orri Jónsson 7, Viggó Kristjánsson 6, Árni Benedikt Árnason 3, Aron Valur Jóhannsson 3, Styrmir Sigurðarson 2, Aron Dagur Pálsson 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Þórir Jökull Finnbogason 1, Hjalti Már Hjaltason 1 og Kristján Þór Karlsson 1.
Mörk Fjölnis: Sveinn Þorgeirsson 4, Brynjar Loftsson 4, Bjarki Lárusson 3, Björgvin Páll Rúnarsson 2, Arnar Ingi Guðmundsson 2, Bergur Snorrason 2 og Kristján Örn Kristjánsson 2.
Myndir: Þorgils