Fjölnir beiði lægri hlut fyrir Stjörnunni í Pepsí-deild karla í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Lokatölur leiksins urðu, 2-1, en þetta var þriðja tap Fjölnis í röð í deildinni eftir kröftuga byrjun. Það var Bergsveinn Ólafsson sem skoraði mark Fjölnis í leiknum í kvöld en Stjarnan tryggði sér sigur í uppbótartíma.
Fjölnismenn léku á köflum fínan fótbolta en heilladísirnar voru ekki með liðinu í leiknum og því fór sem fór. Fjölnir er í sjöunda sætinu með tíu stig en næstu leikur liðsins verður á heimavelli gegn Fylki 2. júlí.