Fjölnir tapaði fyrir ÍBV, 4-2, í leik liðanna í Pepsí-deild karla í knattspyrnu sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Christopher Tsonis kom Fjölni yfir á 12. mínútu leiksins en Eyjamenn jöfnuðu skömmu undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn komust yfir á 60. Mínútu en Christopher Tsonis jafnaði fyrir Fjölni tveimur mínútum síðar en Eyjamenn skoruðu tvö mörk á mínútna leikkafla og tryggðu sér öruggan sigur. Fjölnir hefur ekki unnið leik síðan í 2. umferð mótsins.
Eftir leikinn er Fjölnir 11 stig í sjöunda sæti deildarinnar og er næsti leikur liðsins á útivelli gegn Víkingum 21. júlí.