Í gærkvöld fór fram leikur Fjölnis og Hamranna í 1.deild karla í handknattleik í Dalhúsum, Grafarvogi. Fjölnir byrjaði betur og komst í 2-0 og 5-2, en þá spýttu Hamramenn í lófana og náðu að jafna 6-6 og 7-7. Fjölnismenn tóku þá góðan sprett og komust í 12-8, en Hamrar komu aftur til baka, og liðin fóru inn í hálfleik í stöðunni 12-10.
Fjölnisstrákar byrjuðu aftur betur í seinni hálfleik og komust í 14-10 og héldu svo 2-4 marka forystu fram í miðjan seinni hálfleik, þegar Fjölnir komst í 20-15. Enn komu Hamrar til baka og minnkuðu í 21-19, en þá sögðu Fjölnispiltar hingað og ekki lengra og kláruðu leikinn með nokkuð öruggum sigri 28-22.
Myndir: Þorgils G
Mörk Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 6, Breki Dagsson 6, Arnar Ingi Guðmundsson 5, Brynjar Loftsson 5, Bergur Snorrason 3, Gísli Steinar Valmundsson, Sveinn Þorgeirsson og Bjarki Lárusson með 1 mark hver. Ingvar Kristinn Guðmundsson varði 24 skot 52% markvarsla.
Mörk Hamranna: Aðalsteinn Halldórsson 4, Jón Heiðar Sigurðsson 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Birkir Guðmundsson, Kristján Már Sigurbjörnsson, Valdimar Þengilsson, Patrekur Stefánsson og Almar Blær Bjarnason með 2 mörk hver, og Kristinn Ingólfsson með 1 mark. Markmenn Hamranna vörðu 10 skot (26% markvarsla).