Fjölnir og Selfoss skildu jöfn í Grafarvoginum.

DSC_1983Fjölnir og Selfoss skildu jöfn í Íþróttamiðstöðinni í Grafavoginum, 23-23. Selfoss var með þriggja marka forystu í hálfleik,12-9.

Fjölnismenn höfðu yfirhöndina í byrjun leiks í dag. Fjölnir komst í 3-1 forystu sem Selfoss náði svo að jafna, en komst þá Fjölnir aftur yfir. Það var ekki fyrr en um miðbik seinni fyrri hálfleiks sem Selfoss komst yfir, 6-5. Sebastian Alexandersson stóð sterkur á milli stanganna hjá Selfoss og varði hvert skotið á eftir öðru.Fjölnismenn náðu tveimur skotum á mark í sömu sókninni og hefðu getað jafna metin en Sebastian varði bæði skotin. Góður leikur Basta var mikilvægur þar sem heimamenn áttu á tíðum nokkuð auðvelt með að komast í færi.

Selfoss komst í þriggja marka forystu þegar tólf mínútur voru til leiksloka, 8-5. Sóknarleikur Fjölnis var ekki jafn beittur og hann hafði verið fyrri hluta leiks, og hjálpaði ekki sterk markvarsla Sebastians. Selfoss fékk víti þegar tíu mínútur voru til leiksloka, og fékk leikmaður Fjölnis tveggja mínútna brottvísun. Ingvar Kristinn Guðmundsson, markmaður Fjölnis, varði boltann. Hann fór upp í stúku og Selfoss fékk boltann aftur, Selfoss skoraði og komst í 9-5 forystu. Í næstu sókn fékk Ómar Vignir Helgason, leikmaður Selfoss, tveggja mínútna brottvísun. Fjölnismenn nýttu stöðuna einum manni fleirri og skoruðu tvö mörk í röð, staðan orðin 9-7 fyrir Selfossi.

Selfoss tók leikhlé þegar rúmlega tvær mínútur voru til hálfleiks og var þá staðan 12-9 fyrir þeim. Sebastian var ný búinn að verja skot í hraðaupphlaupi, en Fjölnir komst aftur í hraðaupphlaup og maðurinn skoraði þrátt fyrir að varnarmaður Selfoss væri fyrir framan hann. Þegar flautað var til hálfleiks átti Fjölnir átti fríkast sem fór í varnarvegginn og staðan 12-9 fyrir Selfoss í hálfleik.

Sóknarleikur Fjölnis var góður fyrstu mínútur seinni hálfleiks og minnkuðu þeir muninn í 11-13 þegar þrjár mínútur voru búnar af leiknum. Það gekk ekkert hjá Selfyssingum í sókninni og Ingvar Kristinn kominn í góðan ham, á meðan Sebastian var ekki að verja vel. Selfoss tók leikhlé þegar fimm mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum og Fjölnismenn búnir að jafna metin, 13-13.

Annað mark Selfoss í seinni hálfleiknum kom eftir fimm og hálfa mínútu en það skoraði Andri Már Sveinsson úr víti, en boltinn fór í markmann og inn. Ingvar Kristinn varði flottann bolta á áttundu mínútu síðari hálfleiks og fékk Fjölnir tækifæri til að komast yfir, en Sebastian varði skot Fjölnismanna. Selfoss náði aftur forystunni þegar að um tíu mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum. Sebatian var aftur kominn í gang og varði hvern boltann á eftir öðrum. Fjölnir fékk víti en Sebastian varði boltann, sem flaug yfir völlinn og aftur til Fjölnismanna, þeir nýttu þó seinna tækifærið ekki og fór boltinn framhjá.

DSC_1971 DSC_2047Selfoss fékk víti stuttu seinna og skoraði Andri Már Sveinsson aftur. Fjölnismenn skiptu um markmann um miðbik seinni hálfleiks, en Bjarki Snær Jónsson kom inná og varði tvö skot í sömu sókninni. Fjölnir tók leikhlé í stöðunni 17-15 fyrir Selfoss. Það var löng bið eftir fyrsta markinu eftir leikhléið en þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Breki Dagsson, leikmaður Fjölnis, tvö mörk í röð og jafnaði metin, 17-17. Þrátt fyrir ítrekuð tækifæri til að komast yfir gekk það ekki hjá Fjölni.

Þegar sjö mínútur voru til leiksloka reyndi Sebastian að verja bolta sem fór framhjá markinu, í leiðinni meiddi hann sig í bakinu og þurfti að stöðva leikin tímabundið. Hann lét það þó ekki stöðva sig og hélt áfram. Fjölnir komst yfir í fyrsta sinn þegar sex mínútur voru eftir af leiknum, með marki frá Unnari Arnarssyni, en Selfyssingar jöfnuðu strax. Strax eftir það skipti Selfoss um markmann og Helgi Hlynsson kom inná í stað Sebastians. Hann varði fyrsta skotið sem hann fékk á sig en þó var dæmt víti sem Fjölnismenn skoruðu úr. Staðan var 21-20 fyrir Fjölni þegar rúmlega fjórar mínútur voru til leiksloka. Andri Már hjá Selfoss skoraði jöfnunarmark þegar fjórar mínútur voru eftir og í sömu sókn var dæmt tveggja mínútna brottvísun á bekk Fjölnis.

 

 

DSC_2083Fjölnismenn létu mannekluna ekki á sig fá og skoraði Breki Dagsson og kom liðinu yfir. Brynjar Loftsson, leikmaður Fjölnis, skoraði og kom liðinu í 23-21 forystu. Þetta var í fyrsta sipti síðan í fyrri hálfleik sem Fjölnir var tveimur mörkum yfir. Loka mínúturnar voru æsispennandi en þegar rúmlega mínúta var til leiksloka varði Helgi Hlynsson mikilvægt skot og Selfoss hélt í sókn. Ómar Vignir hjá Selfoss fékk boltann í hendurnar á línunni en var dæmdur ruðningur. Þegar rétt um hálf mínúta var til leiksloka tók Fjölnir leikhlé með eins marks forystu. Helgi Hlynsson varði mjög mikilvægt skot þegar stutt var til leiksloka. Í loka sókn Selfoss skoraði Guðjón Ágústsson jöfnunnarmark og aðeins átta sekúndur til leiksloka. Í síðustu sókninni náðu Fjölnir ekki skoti en liðið fékk fríkast þegar flautað var til leiksloka en náðu ekki að skora. Lokatölur því 23-23 og Fjölnir og Selfoss deila stigunum eftir gríðarlega spennandi leik.

 

 

DSC_1973 DSC_1986 DSC_2043 DSC_2055

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.