Í gær undirrituðu Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri Fjölnis og Kristín P. Gunnarsdóttir útibússtjóri Landsbanka Íslands, Grafarholtsútibúi með sér nýjan samstarfssamning á milli félaganna. Fjölnir og Landsbankinn hafa verið samstarfsaðilar í fjölda mörg ár og hefur samstarfið verið mjög farsælt. Fjölnir hefur innan sinna raða um 3.000 iðkendur sem eru allt frá 3 ára og uppí 80 ára. Innan félagsins eru starfandi 10 deildir þar sem saman fer barna- og unglingastarf og afreksstarf. Starfið í félaginu er mjög fjölbreitt, einstaklingsgreinar, skák og boltagreinar, þannig að flestir ættu að geta fundið sér íþrótt við hæfi.
Landsbankinn kappkostar að styðja íslenskt íþróttalíf. Það gera útibú bankans með beinum samstarfssamningum við íþróttafélög hringinn í kringum landið. Í slíku samstarfi leggur bankinn mikla áherslu á að styðja barna- og unglingastarf og að stuðningur nýtist jafnt íþróttum kvenna og karla.
Það er okkur mjög mikilsvert hjá Fjölni að eiga svona öflugan samstarfsaðila í okkar hópi og Landsbankinn sýnir það í verki að hann kappkostar að styðja við íþróttastarf í Grafarvogi og Bryggjuhverfi með myndarlegum hætti.
Landsbankinn er jafnframt viðskiptabanki Fjölnis.
Fjölnir og Landsbankinn eru stoltir samstarfsaðilar.