Unglingsárin eru viðkvæmur tími. Þá eru unglingar rétt að byrja að fóta sig í lífinu, persónuleiki þeirra að mótast og sálarlíf þeirra er viðkvæmt fyrir ýmsum utanaðkomandi áhrifum. Foreldrar, sem og unglingarnir sjálfir, óska þess oft að þeir stæðu betur á sínu, hefðu meira sjálfstraust, væru jákvæðari eða að þeim gangi betur í skólanum. Allt frá því í mars 2004 hefur Dale Carnegie boðið upp á námskeið sem nefnist Næsta kynslóð og hefur það námskeið breytt lífi margra.
Námskeiðin Næsta kynslóð eru alveg eins uppbyggð og fullorðinsnámskeiðin hjá Dale Carnegie að öðru leyti en því að þessi námskeið eru sérsniðin fyrir unglinga. Unnið er út frá sex markmiðum, efling sjálfstrausts, bæta hæfni í mannlegum samskiptum, efla leiðtogahæfileika og tjáningu, bæta lífsviðhorf og svo er unnið að markmiðasetningu.
Námskeiðin eru haldin fyrir nokkra aldurshópa, 10-12 ára, 13-15 ára, 16-20 ára og 21-25 ára og nú þegar hafa verið útskrifaðir rúmlega 3500 þátttakendur. Námskeiðin eru í átta vikur, ásamt eftirfylgni eftir mánuð. Á námskeiðinu er mikið lagt upp úr því að hvetja og hrósa til að byggja upp sterka og góða sjálfsmynd. Þátttakendur eru hvattir að fara út fyrir þægindahringinn sinn og verkefnin eru til að byggja upp traust og auka samkennd. Þátttakendur setja sér markmið og þjálfarar hjálpa þeim svo að ná markmiðinu með því að fylgja þeim eftir. Aðhald og þjálfun er ein af ástæðunum fyrir því að námskeiðið ber árangur.
Námskeiðin eru hinsvegar engin skyndilausn og þátttakendur geta ekki bara mætt og ætlast til þess að þjálfararnir breyti lífi þeirra. „Þetta er eins og í líkamsrækt. Ef þú sinnir henni ekki og hugar að matarræðinu í leiðinni, þá nærðu ekki tilskildum árangri.“ Mikilvægast af öllu er jákvætt viðhorf og vilji því það er lykillinn að góðum árangri.
Næsta kynslóð... Dale - ungt fólk