Þær ánægjulegu fréttir voru að berast frá NM í skólaskák að „Rimaskólaljónið“ og Fjölnisskákmeistarinn Dagur Ragnarsson 17 ára hafi unnið efsta flokkinn á mótinu, 18 – 20 ára. Eins og fram hefur komið á heimasíðu Fjölnis þá hefur Dagur verið að ná ótrúlegum árangri á nýju ári og hækkað um tæp 300 skákstig sem er taflmennska á staðli alþjóðlegs meistara. Þessi magnaði sigur Dags er athyglisverður því að hann var í 6. sæti af 12 keppendum á NM í skólaskák og því líklegra að hann yrði í miðjum hópi í lok mótsins. Skákdeild Fjölnis er óskaplega stolt af Degi og sendir honum og öllum Fjölnismönnum hamingjuóskir.