Atli Þórbergsson var í stóru hlutverki hjá Fjölnisliðinu í sumar, spilaði 18 leiki og skoraði tvö sérlega þýðingarmikil mörk fyrir félagið, sigurmark gegn KF í uppbótartíma í fyrstu umferðinni sem og jöfnunarmark gegn KA á 90 mínútu í annarri umferðinni. Já Atli engum líkur…
Atli er 21 árs varnarmaður sem gefur ekki þumlung eftir og verður gaman að fylgjast með honum í Pepsi deildinni næsta sumar.
Atli var lánaður til Fylkis tímabilið 2012 en meiðsli komu í veg fyrir að hann væri búinn að eignast úrvalsdeildarreynslu.
Til gamans má geta að Atli er hugsanlega sá eini í liðinu sem tekur meira í bekkpressu en þjálfarinn Ágúst Gylfason…