Á haustdögum 2015 var undirritaður þjóðarsáttmáli um læsi og voru það fulltrúar allra 74 sveitarfélaga landsins ásamt mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum Heimilis og skóla sem undirrituðu sáttmálann. Markmið þjóðarsáttmálans er að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns og er verkefnið hluti af aðgerðaáætlun sem unnin var í kjölfar Hvítbókar mennta- og menningarmálaráðherra um umbætur í menntun.
Fimleikaæfingar fyrir eldri borgara
Boðið verður upp á fimleikaæfingar fyrir eldri borgara á haustönn 2016. Boðið var upp á æfingar síðastliðið vor í samstarfi við Korpúlfa félag eldri borgarar í Grafarvogi, samstarfið og æfingarnar gengu vel og er mikil tilhlökun að halda áfram að byggja upp stóran hóp af fimleikafólki á öllum aldri.
Æfingatími: Föstudagar kl.10.00-11.00
Staðsetning: Egilshöll
Þjálfari: Ólöf Tara Harðardóttir – Sími: 770 3310
Fatnaður: Íþróttafatnaður og æskilegt er að vera berfættur eða í sokkum.
Búningskeflar: Hægt er að hafa fataskipti í búningsklefum í kjallar Egilshallar.
Verð: Það kostar 500 kr skiptið og greitt er fyrir 6 vikur í senn. Hægt er að greiða með korti eða peningum í fyrsta tímanum.


























