Aðgerðaáætlun í úrgangsmálum samþykkt í borgarstjórn
Aðgerðaáætlun í úrgangsmálum Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn í dag. Áætlunin gildir fyrir árin 2015 – 2020 og er markmið hennar að draga úr myndun úrgangs og auka endurnýtingu og endurvinnslu.
Reykjavíkurborg vill sýna gott fordæmi með vistvænum lausnum og ábyrgri meðhöndlun úrgangs stofnana borgarinnar. Borgin myndaði því starfshóp með kjörnum fulltrúum Reykjavíkurborgar til að vinna að aðgerðaáætluninni. Leitað var til hagsmunaaðila og borgarbúa um ábendingar og athugasemdir. Hópurinn var að störfum frá vormánuðum 2013 og hafði hann góða þjónustu við íbúa og hagkvæmni við hirðu og meðhöndlun úrgangs að leiðarljósi.
42 aðgerðir og tíu leiðarljós
Fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur
Dæmi um aðgerðir:
- Plastsöfnun við heimili í græna tunnu er þegar hafin. Safnað verður 2.400 tonnum af plasti á ári.
- Átaki gegn umbúðanotkun verður hrundið af stað í Reykjavík
- Íbúar fái fræðslu um og hvatningu til að stunda heimajarðgerð
- Niðurgröfnum grenndarstöðvum verði komið fyrir í áföngum á fjölförnum stöðum þar sem byggð er hvað þéttust og landrými takmarkað
- Komið verði á glersöfnun á öllum grenndarstöðvum í áföngum.
- Boðið verði upp á hirðu heimilisúrgangs úr niðurgröfnum ílátum
- Söfnun á lífrænum úrgangi við heimili
- Gerð verði tilraun með söfnun á lífrænum úrgangi frá heimilum borgarbúa og honum komið til gas- og jarðgerðar
Aðgerðaáætlun í úrgangsmálum 2015 – 2020