- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR
Við vekjum athygli á því að Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 9. febrúar nk. kl. 13-16 í salarkynnum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Bratta.
Takið daginn frá! Vinsamlegast staðfestið komu á heimiliogskoli@heimiliogskoli.is.
N1 endurnýjaði samning sinn við Ungmennafélagið Fjölnir. Samningurinn er til þriggja ára og gerir N1 að einn af aðal styrktaraðilum Fjölnis.
“ Það er okkur hjá Fjölni mikil ánægja að framlengja samning okkar við öflugan bakhjarl eins og N1″, segir Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis.
Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1 segir að N1 leggi mikið upp úr því að styðja og styrkja við uppbyggingu við íþróttastarf ungmenna í landinu.
„Það er okkur því sönn ánægja að framlengja samning okkar við Fjölni“ segir Þyrí Dröfn Markaðsstjóri N1.
Á myndinni má sjá Guðmund L Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir markaðsstjóra N1
Tillaga um að sundferðir og bókasafnsskírteini verði áfram gjaldfrjáls fyrir atvinnulausa og einstaklinga með fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík árið 2016 var samþykkt á fundi borgarráðs 21. janúar.
Einstaklingur getur sótt um sundkort og bókasafnsskírteini á Þjónustumiðstöð í sínu hverfi.
Rannsóknir sýna að atvinnuleysi geti haft neikvæðar heilsufarslegar og félagslega afleiðingar í för með sér en með því að bjóða þessum hópum upp á heilsurækt og endurgjaldslausan aðgang að Borgarbókasafninu er stuðlað að aukinni þátttöku í samfélaginu og bættum lífsgæðum.
Kostnaðarmat gerir ráð fyrir um 5,8 milljónum króna kostnaði borgarinnar á árinu 2016 og er það miðað við fjölda sundferða og bókasafnsskírteina undanfarin ár að teknu tilliti til verðlagshækkana.
Þjónustumiðstöð:
Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarður, Gylfaflöt 5, s. 411 1400
Þjónustuver Reykjavíkurborgar sími 411 1111
Ný skýrsla um íbúalýðræðisverkefnin Betri Reykjavík og Betri hverfi sýnir að Reykvíkingar eru ánægðir með þau en þó er bent á ýmis tækifæri til úrbóta og að auka þyrfti þáttöku með öflugri lýðræðisverkefnum.
Dagskrá Menningarhúsa Borgarbókasafnsins er að öllu jöfnu ótrúlega fjölbreytt og vönduð. Aðsóknin á marga viðburði á nýju ári hefur verið frábær og á suma hefur verið fullt út úr dyrum.
Árið byrjar vel á Borgarbókasafninu. Fyrsti viðburður ársins var í menningarhúsinu í Grófinni en þar fengu börn að lesa fyrir sérþjálfaða hunda og er nánast fullbókað í alla tímana.
Í Árbæ komu talmeinafræðingarnir Eyrún og Þóra og sungu nokkrar Lubbavísur fyrir fullu húsi og brugðu á leik með fjárhundinum Lubba sem leitaði að málbeininu.
Berglind Björgúlfsdóttir var með tónlistarstund fyrir yngstu kynslóðina í Spönginni og var þéttsetið af mæðrum og litlum krílum sem tóku virkan þátt og hlýddu áhugasöm á. Sögustund á náttfötunum í Sólheimum þarf vart að kynna en hún er fastur dagskráliður hjá fjölda barna og er fullskipað í hvert sæti.
Í Grófinni var á dögunum opnuð myndasögusýning Lilju og Simma. Skemmtilegt viðtal var tekið við verkefnastýruna og teiknarana í beinni útsendingu í Fréttatíma Stöðvar 2 og á Café lingua á Hótel Marina var ljúf stemning en þar leiddu skáld og ljóðaunnendur gesti í ljóðaferðalag heimshorna á milli.
Prjónakaffið í Árbæ hefur verið með eindæmum vinsælt og er greinilegt að landinn fær aldrei nóg af hannyrðum og góðum félagsskap og leshringir safnanna eru fullskipaðir af áhugasömum bókaormum.
Tvær sýningar voru opnaðar helgina 16-17. janúar, Polaroid – Fortíðarþrá í Grófinni en sýningin er samsýning nokkurra félaga úr Félagi íslenskra samtímaljósmyndara. Guðrún Ingibjartsdóttir opnaði sýninguna Veröldin mín í Boganum í Gerðubergi og fékk til sín marga góða gesti.
Í Gerðubergi var boðið upp á tónleikana, Jazz í hádeginu, og var þétt setið í stóra salnum þegar þeir félagar Leifur Gunnarsson og Agnar Már Magnússon léku af hjartans list og svo endurtóku þeir leikinn í Spönginni daginn eftir.
Og rúsínan í pylsuendanum er óneitanlega aðsóknarmetið sem var slegið í Gerðubergi á Heimspekikaffið Hefur hugsun áhrif á heilsu? með Gunnari Hersveini og Láru G. Sigurðardóttur lækni en þar mættu yfir 230 manns og var setið í öllum skúmaskotum hússins.
Félag Sjálfstæðismanna í Grafarvogi boðar til opins fundar mánudaginn 25. janúar kl.: 20:00 í félagsheimilinu að Hverafold 3, 2. hæð.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, verður gestur fundarins.
Umræðuefni fundarins:
*Almenn sveitastjórnarmál
*Eru minni sveitarfélög íbúavænni?
*Væru Grafarvogsbúar betur settir ef Grafarvogur væri sjálfstætt sveitarfélag?
*Fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og í Reykjavík
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Heitt á könnunni.
Stjórnin
Frá og með næstkomandi sunnudegi mun Grafarvogssöfnuður bjóða upp á kaffi og meðlæti í kirkjuselini í Eirborgum kl. 12:00 – 13:00. Síðasta sunnudag hvers mánaðar (fram á vor) mun veitingastaðurinn Sægreifinn bjóða upp á fiskisúpu á þessum sama tíma.
Þetta er fólki að kostnaðarlausu en Grafarvogssöfnuður og Sægreifinn vilja koma á móts við fólk sem ekki hefur lengur kost á að fá heitan mat í samfélagi við annað fólk í þessari vinsælu félagsmiðstöð um helgar.
Eins og ykkur er vonandi öllum kunnugt um þá verður Þorrablót félagsins og Grafarvogsbúa haldið næstkomandi laugardagskvöld í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum.
Það er löngu uppselt á blótið en við eigum nokkra miða efitir á Palla ballið, Páll Óskar hinn eini sanni tekur við blótinu upp úr 23:00 en þá opnar húsið fyrir ballgesti og stendur fjörið til 02:00.
Miðar á ballið eru seldir í Hagkaup Spönginni en þar er opið allan sólarhringinn. ATH ekki verður hægt að kaupa miða á ballið við innganginn, þeir eru eingöngu seldir í Hagkaup.
Hlökkum til að sjá ykkur í rosa stuði á laugardagskvöldið.
Kær kveðja Þorrablótsnefndinn,