Lið 5. flokks Fjölnis í knattspyrnu varð á dögunum Íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu (Futsal). Leikið var í fimm liða úrslitakeppni ásamt tveimur liðum Víkings, liði Snæfellsnes og öðru liði Fjölnis. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann alla sína leiki, með samanlagðri markatölu 6 – 0.
Liðið skipa: (efri röð frá vinstri) Bjarni Már Gunnarsson, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, Aron Fannar Hreinsson, Darri Már Garðarsson, (neðri röð frá vinstri) Kristall Máni Ingason, Kristófer Halldór Kjartansson og Hlynur Örn Arnarson. Þjálfarar eru Sigurður Þ. Sigurþórsson og Hallur Kristján Ásgeirsson. (Myndina tók Örn Arnar Jónsson)