150 ára afmælisdagskrá um skáldið Einar Benediktsson
Föstudaginn 31. október stendur menningarnefnd Korpúlfa, félag eldri borgara í Grafarvogi, fyrir menningarveislu í tilefni 150 ára fæðingarafmælis skáldsins Einars Benediktssonar. Menningarveislan fer fram í Borgum, Spönginni 43, og hefst kl. 13:30.
Dagskrá:
Guðrún Ísleifsdóttir býður fólk velkomið og kynnir dagskrána.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur ljóð Einars Stökur við lag föður síns, Jóns Ásgeirssonar.
Hjördís Björg Kristinsdóttir les um lífshlaup Einars Benediktssonar.
Móðir mín, lesarar Sigurlaug Guðmundsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir.
Einræður Starkaðar, lesarar Ragna Unnur Helgadóttir, Eggert Sigfússon, Minerva Sveinsdóttir og Dagbjört Þórðardóttir.
Messan á Mosfelli, lesarar Guðrún Ísleifsdóttir, Ólöf B. Jónsdóttir og Hjördís Björg Kristinsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir
Ekkert þátttökugjald
Kaffi á könnunni