• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Hreinsun á hjólastígum er hafin

21 mar 2016
Kristjan Sigurdsson
0
Aðsent efni, Gangstéttar, Gatnahreinsun, Grafarvogur, Grafarvogur., Stétta hreinsun

Hreinsun hjólastígaByrjað er að hreinsa helstu hjólastíga í Reykjavík, en hægt var að byrja fyrr en áætlun sagði til um vegna góðrar tíðar.

„Við hreinsum sandinn af helstu stofnstígunum hjólaleiða fyrst og er það von okkar að það náist fyrir páska,“ segir Björn Ingvarsson, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar borgarlandsins.

Eftir páska verður farið á fullt að hreinsa stofnbrautir gatna og gönguleiða, en í heildina er gert ráð fyrir að hreinsun í Reykjavík taki átta vikur, en það fer þó eftir veðri.
Hægt er að nálgast verkáætlun vorhreinsunar á vefsíðunni reykjavik.is/hreinsun.

 

 

 

Stólpi auglýsing stór II

Email, RSS Follow

Páskaeggjaleit í sunnudagaskólanum kl. 11:00 á pálmasunnudag

19 mar 2016
Baldvin Berndsen
0

Grafarvogskirkja:

Ferming kl. 10:30 – Séra Vigfús Þór Árnason og séra Arna Ýrr Sigurðardóttir ferma. Kór kirkjunnar leiðir söng og Hákon Leifsson organisti spilar.

Ferming kl. 13:30 -Séra Vigfús Þór Árnason og séra Sigurður Grétar Helgason ferma. Kór kirkjunnar leiðir söng og Hákon Leifsson organisti spilar.

Sunnudagaskóli með páskaeggjaleit kl. 11:00 – Benjamín Pálsson, Rósa Ingibjörg Tómasdóttir og séra Guðrún Karls Helgudóttir hafa umsjón og Stefán Birkisson leikur undir á píanó.
Enginn sunnudagaskóli verður í kirkjuselinu þennan dag heldur er öllum börnum boðið í páskaeggjaleit í kirkjunni.

Kirkjuselið:

Selmessa með Súperstar kl 13:00 – Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Vox Populi syngur lög úr söngleiknum, Jeus Christ Superstar ofl. Hilmar Örn Agnarsson, Stefán Birkisson og fleiri leika undir.

Velkomin í kirkju!

 

Á sunnudaginn verður aðeins einn sunnudagaskóli fyrir allt hverfið. Hann verður í kirkjunni kl. 11 og boðið verður upp á PÁSKAEGGJALEIT.

Velkomin!

Email, RSS Follow

Viðrar vel til malbiksviðgerða

17 mar 2016
Baldvin Berndsen
0
Féagsmiðstöðin Spönginni, Grafarvogur, Holur, Malbiskviðgerðir, Reykjavík

Starfsmenn Fagverks unnu af krafti í dag við holuviðgerðir á malbiki.  Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og draga úr umferðarhraða er þeir eiga leið hjá viðgerðarflokkum sem nýta að nú er hagstætt veður til malbiksviðgerða.

„Það er þornað á öllum götum og hitinn mjög hagstæður,“ segir Ólafur Á. Axelsson, verkefnisstjóri í malbiksviðgerðum í Reykjavík.  Fagverk er með tvo vinnuflokka, auk þess eru starfsmenn hverfastöðva Reykjavíkurborgar sinna minni viðgerðum og útköllum í framhaldi af ábendingum vegfarenda.

Í dag unnu starfsmenn Fagverks á eftirtöldum götum:

  • Tunguháls
  • Vesturhólar
  • Bíldshöfði allur
  • Breiðhöfði (Bíldshöfði – Eldshöfði )

Á næstu dögum verður unnið á eftirtöldum götum. Listinn er ekki tæmandi og bætt er við hann eftir þörfum:

  • Borgartún 33 við hringtorg
  • Engjavegur
  • Hátún 23 við innkeyrslu að Krónunni
  • Holtavegur við Sæviðarsund og fleiri staðir
  • Kringlan 87
  • Kringlan austan við útkeyrslu
  • Kringlan í vestur
  • Laugardalur við KSÍ
  • Skeiðarvogur við Sæbraut
  • Skeifan 11 við bílaleigu
  • Borgarvegur, nokkrir staðir
  • Fjallkonuvegur (Logafold – Gagnvegur )
  • Hverafold (Fjallkonuvegur – Fjörgyn)
  • Langirimi, nokkrir staðir
  • Skyggnisbraut
  • Flugvallarvegur við Öskjuhlíð
  • Hofsvallargata við Melabúðina
  • Lækjargata
  • Tryggvagata
  • Vatnsmýrarvegur

Í fyrsta forgangi voru eftirtaldar götur og er vinnu við þær lokið:

 

  • Álfabakki við Olís
  • Jaðarsel, nokkrir staðir
  • Rangársel
  • Austurberg ( Suðurhólar – Gerðuberg)
  • Bústaðavegur næst Reykjanesbraut
  • Bústaðavegur vestan Grensásvegar
  • Grensásvegur sunnan Miklubrautar
  • Háaleitisbraut (Miklabraut – Austurver )
  • Hlemmur
  • Hverfisgata (Klappastígur – Lækjargata )
  • Skeiðarvogur (Langholtsvegur – Sæbraut )
  • Stekkjarbakki rampi
  • Suðurlandsbraut ( Skeiðarvogur– Álfheimar )

Þessar viðgerðir eru fyrir utan minni skyndiviðgerðir sem hverfastöðvar Reykjavíkurborgar sinnir og holur á stofnbrautum sem Vegagerðin sinnir.

http://reykjavik.is/frettir/vidrar-vel-til-malbiksvidgerda

 

 

2515-10-11-marstilbod-skjar-05Stólpi auglýsing stór II

Email, RSS Follow

Viðgerðir á malbiki hafnar

17 mar 2016
Kristjan Sigurdsson
0

MalbikunarviðgerðirStarfsmenn Fagverks unnu af krafti í gær við holuviðgerðir á malbiki. „Það er þornað á öllum götum og hitinn mjög hagstæður,“ segir Ólafur Á. Axelsson, verkefnisstjóri í malbiksviðgerðum í Reykjavík.

Fagverk er með tvo vinnuflokka, auk þess eru starfsmenn hverfastöðva Reykjavíkurborgar sinna minni viðgerðum og útköllum í framhaldi af ábendingum vegfarenda. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og draga úr umferðarhraða er þeir eiga leið hjá viðgerðarflokkum sem nýta að nú er hagstætt veður til malbiksviðgerða.

 

Í gær unnu starfsmenn Fagverks á eftirtöldum götum:

  • Tunguháls
  • Vesturhólar
  • Bíldshöfði allur
  • Breiðhöfði (Bíldshöfði – Eldshöfði )

 

Á næstu dögum verður farið í eftirtaldar götur. Listinn er ekki tæmandi og bætt er við hann eftir þörfum.

  • Borgartún 33 við hringtorg
  • Engjavegur
  • Hátún 23 við innkeyrslu að Krónunni
  • Holtavegur við Sæviðarsund og fleiri staðir
  • Kringlan 87
  • Kringlan austan við útkeyrslu
  • Kringlan í vestur
  • Laugardalur við KSÍ
  • Skeiðarvogur við Sæbraut
  • Skeifan 11 við bílaleigu
  • Borgarvegur, nokkrir staðir
  • Fjallkonuvegur (Logafold – Gagnvegur )
  • Hverafold (Fjallkonuvegur – Fjörgyn)
  • Langirimi, nokkrir staðir
  • Skyggnisbraut
  • Flugvallarvegur við Öskjuhlíð
  • Hofsvallargata við Melabúðina
  • Lækjargata
  • Tryggvagata
  • Vatnsmýrarvegur

 

Í fyrsta forgangi voru eftirtaldar götur og er vinnu þar lokið:

  • Álfabakki við Olís
  • Jaðarsel, nokktir staðir
  • Rangársel
  • Austurberg ( Suðurhólar – Gerðuberg)
  • Búst.vegur næst Reykjanesbraut
  • Bústaðavegur vestan Grensásvegar
  • Grensásvegur sunnan Miklubrautar
  • Háaleitisbraut (Miklabraut – Austurver )
  • Hlemmur
  • Hverfisgata (Klappastígur – Lækjargata )
  • Skeiðarvogur (Langholtsvegur – Sæbraut )
  • Stekkjarbakki rampi
  • Suðurlandsbraut ( Skeiðarvogur– Álfheimar)

 

Þessar viðgerðir eru fyrir utan minni skyndiviðgerðir sem hverfastöðvar Reykjavíkurborgar sinna og holur á stofnbrautum sem Vegagerðin sinnir

Email, RSS Follow

Tveir umsækjendur um embætti sóknarprests í Grafarvogi

16 mar 2016
Kristjan Sigurdsson
0

GrafarvogskirkjaTveir umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Grafarvogsprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Embættið veitist frá 1. maí nk.

Umsækjendurnir eru séra Guðrún Karls Helgudóttir og mag.theol. Helga Kolbeinsdóttir.

Frestur til að sækja um embættið rann út 11. mars sl. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts.

Email, RSS Follow

Níu ungmenni frá Fjölni í úrvalshóp FRÍ

15 mar 2016
Kristjan Sigurdsson
0

ÚrvalshópurFrjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan lista yfir úrvalshóp 2016. Níu iðkendur í Frjálsíþróttadeild Fjölnis eru í hópnum, fjórar stúlkur og fimm piltar. Þau eru eftirfarandi:

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 200m, 400m

Hlín Heiðarsdóttir 800m

Helga Þóra Sigurjónsdóttir hástökk

Karen Birta Jónsdóttir hástökk, kúluvarp, spjótkast

Ingvar Hjartarson 5000m

Bjarni Anton Theódórsson 200m, 400m

Einar Már Óskarsson 200m

Daði Arnarson 400m, 800m, 1500m, 3000m

Tómas Arnar Þorláksson 200m, 400m, 1500m

 

Árangursviðmið inní hópinn má sjá hér. Að auki eru Helga Þóra og Daði líka í afrekshópi FRÍ en töluvert strangari viðmið gilda til að komast í þann hóp, sjá hér.

 

Á myndinni er sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar sem keppti á Bikarkeppni FRÍ fyrr í vetur.

Email, RSS Follow

Flottir tónleikar í Reykjavík International School – Hamraskóla

15 mar 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Clef Hangers, Grunnskólar Grafarvogs, Skemmtilegt, Skemmtun, Skólastarf

Clef Hangers í Hvíta HúsinuCappella bandið UNC-Chapel Hill Clef Hangers, tók nokkur lög í sal Reykjavík International School og Hamraskóla í morgun.

Foreldrum var boðið að mæta,  enda einstakur viðburður hjá ótrúlega flottu bandi.

Strákarnir koma frá Chapel Hill í Norður Carolinu í Bandaríkjunum þar sem þeir stunda nám við skólann.

Þessi sönghópur á rætur að rekja til 1977 þegar Barry Saunders og Tom Terrell stofnuðu fyrsta hópinn.

Sönghópurinn hefur gefið út 19 hljómplötur / geisladiska.

Þeir hafa farið víða til þess að syngja og kynna fyrir öðrum svona söng og fengið góðar viðtökur.

Hérna eru nokkrar myndir af strákunum að taka lagið í morgun, einnig má sjá fleiri myndir hérna og video hérna…..

 

Reykjavík Internationa School (9)Reykjavík Internationa School (16)Reykjavík Internationa School (7)

 

 

 

 

 

 

 

2515-10-11-marstilbod-skjar-05Stólpi auglýsing stór II

 

 

 

 

 

 

Email, RSS Follow

Svo dreymdi okkur drauminn um ljósið

14 mar 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Dalhús, Frístundaheimili Grafarvogi, Grafarvogskirkja, Skemmtilegt, Skemmtun

Steinn Steinar myndSvo dreymdi okkur drauminn um ljósið

 

Ljóðadagskrá  helguð Steini Steinarri skáldi og verkum hans

flutt af framsagnarhópi Korpúlfa undir stjórn Sigurðar Skúlasonar.

Steinunn Sigurðardóttir óperuöngkona mun flytja tvö ljóð skáldsins við undirleik Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttir.

 

Í Borgum félagsmiðstöð, Spönginni 43, 112 Rvk.

Fimmtudaginn 17. mars kl. 14:00.

 

Allir velkomnir.

Enginn aðgangseyrir.

 

 

Stólpi auglýsing stór II 2515-10-11-marstilbod-skjar-05

 

 

Email, RSS Follow

Fjölmennt og mjög spennandi Miðgarðsmót í skák

11 mar 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Fjölnir, Fjölnir knattspyrna, Grafarvogur, Grafarvogur., Skák, Skemmtilegt, Skólastarf

Miðgarðsmótið í skák á milli grunnskólanna í Grafarvogi fór fram í 11. sinn í íþróttahúsi Rimaskóla á skólatíma á föstudegi. Allir skólarnir í Grafarvogi sendu 1 – 5 skáksveitir til leiks. Tólf skáksveitir og  um 80 krakkar að tafli. Teflt var í tveimur riðlum, allir við alla og loks úrslitaumferð um sæti. Nemendur Rimaskóla héldu uppteknum hætti og kepptu A og B sveitir skólans úrslita viðureignina. Í fyrsta sinn á Miðgarðsmóti  var það B sveit sem stóð uppi sem sigurvegari eftir að haf lagt A sveitina að velli  í hreinni úrslitaumferð 3, 5 – 2,5. Báðar þessar Rimaskólasveitir unnu sína riðla örugglega og úrslitaviðureignin var spennandi viðureign tveggja frábærra liða.

Baráttan um bronsið var ekki síður spennandi en þar voru það sveitir Kelduskóla og Foldaskóla sem mættust og lyktaði viðureign þeirra með jafntefli 3-3. Ákveðið var að sveitirnar tefldu að nýju og aftur varð þá jafnt á með liðunum. Kelduskóli vann loks bronsið á hlutkesti. Eins og áður sagði voru Rimaskólasveitirnar áberandi í baráttunni en skólinn sendi 5 sveitir til leiks. Skólinn vann eignarbikar fyrir sigur B sveitarinnar og varðveitir farandbikarinn enn eitt árið. Þrjár efstu sveitirnar hlutu verðlaunapeninga, gull silfur og brons og fimm efstu sveitirnar hlutu að launum pítsaveislu frá Domino´s. Sigursveit Rimaskóla er skipuð sex drengjum úr 5. bekk sem hafa æft vel saman í þrjú ár. Sveitin vann Íslandsmeistaratitil barnaskólasveita í 1. – 4. bekk örugglega í fyrra.

Það er Miðgarður þjónustumiðstöð Grafarvogs í samstarfi við Skákdeild Fjölnis sem heldur mótið. Allir skólarnir eru með skákkennslu í skólastarfinu og krakkarnir í sjö eftsu skáksveitunum eru eða hafa öll verið að æfa með Skákdeild Fjölnis á vikulegum skákæfingum deildarinnar á miðvikudögum í Rimaskóla frá kl. 17:00 -18:30.  

Myndir frá mótinu má skoða hérna….

Lokastaðan eftir úrslitaumferð:  

1.       Rimaskóli B                                                       29 + 3,5    vinninga

2.       Rimaskóli A                                                        28,5 + 2,5

3.       Kelduskóli                                                         20 + 3

4.       Foldaskóli                                                           20 + 3

5.       Rimaskóli E                                                         17,5 + 3,5

6.       Rimaskóli C                                                        18,5 + 2,5

7.       Rimaskóli D                                                       16 + 6

8.       Hamraskóli / International school           11,5 + 0

9.       Vættaskóli A                                                     6

10.   Húsaskóli                                                           5

11.   Vættaskóli C                                                     4,5

12.   Vættaskóli B                                                     3     

 

 

2515-10-11-marstilbod-skjar-05Stólpi auglýsing stór II       

Email, RSS Follow
« First‹ Previous93949596979899Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is