Aðsent – Tillögur um víðtæka sameiningu leikskóla í eystri hverfum Reykjavíkur
Aðsent
– Tillögur um víðtæka sameiningu leikskóla í eystri hverfum Reykjavíkur voru lagðar fram á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs.
Lögð er til sameining Seljaborgar og Seljakots í Breiðholti og Engjaborgar og Hulduheima í Grafarvogi um næstu áramót. Þá á að skoða sameiningu Fífuborgar, Laufskála og Lyngheima í Grafarvogi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja rétt að ekki verði ráðist í frekari sameiningu leikskóla í borginni fyrr en reynslan af fyrri sameiningum hefur verið metin með faglegum hætti.
En margt leikskólafólk hefur haldið því fram að þær sameiningar hafi haft neikvæð áhrif í för með sér á þá skóla sem sameinaðir voru: aukið álag á stjórnendur og starfsmenn, fjölgað veikindadögum, aukið manneklu og leitt til þess að skólarnir hafi misst frá sér faglært fólk.
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að bíða með ákvörðun um sameiningaráform þar til slík fagleg úttekt liggur fyrir var felld með atkvæðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar. Einstökum ákvörðunum um sameiningar var síðan frestað til næsta fundar ráðsins.
Hægt er að lesa fundargerðir Skóla- og frístundaráðs hérna…..







Myndlistarsýning Önnu Þ. Guðjónsdóttur

Jón Yngvi Jóhannsson segir frá grænlenskum bókmenntum
Í framhaldi af þessum fréttum segir Jarþrúður Hanna á Facebook síðu sinni:

Gunnar Már Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fjölnis í knattspyrnu karla.
Skákdeild Fjölnis eflist með hverju ári, en deildin var stofnuð árið 2004 og kom sér upp í 1. deild á þremur árum. Þar hefur A sveitin átt fast sæti frá árinu 2007 ef frá er talið eitt ár í 2. deild. Deildin hefur haldið vel utan um sína skákmenn og notið þess að þurfa lítið sem ekkert að skipta inn á í A sveit.
Loks ber að geta þess að Skákdeild Fjölnis sendi ungmennasveit til leiks í 4. deild. Þarna eru á ferðinni nemendur í 5. – 8. bekk Rimaskóla og Foldaskóla sem eru ákaflega áhugasamir við æfingar innan deildarinnar. Það háði sveitinni nokkuð að þrír skákmenn í þeirra röðum lentu í svæsinni ælupest og gátu ekki teflt eins mikið og þeir vildu. Einn þeirra var 1. borðs maður sveitarinnar, Joshua Davíðsson, sem tefldi afar vel í 1. umferð og landaði glæsilegum sigri en síðan ekki söguna meir.
Messa í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson. Hans Martin Hammer, nemandi í söngskóla Reykjavíkur, er einsöngvari.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Grafarvogi boða til fundar með oddvita og þingmö0nnum Reykjavíkurkjördæmis norður, mánudaginn 23. október kl. 20:00 í Hlöðunni, Gufunesi.




