Uppsögn þjálfara mfl.kk. hjá handknattleikdseild Fjölnis.

Í framhaldi af þessum fréttum segir Jarþrúður Hanna á Facebook síðu sinni:

Ég hef ákveðið að koma minni hlið þessa máls á framfæri við almenning þar sem formaður deildarinnar hefur nú sent út fréttatilkynningu þess efnis að Arnar Gunnarsson hafi hætt störfum sem þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik hjá félaginu.

Hið rétta er að formaður deildarinnar hefur rekið hann frá deildinni.
Sem stjórnarmaður og meðlimur í meistaraflokksráði tilkynni ég að ekki hefur verið boðað til neins fundar né þessi ákvörðun rædd af stjórn deildarinnar né meistaraflokksráði.
Hér er um að ræða ákvörðun eins manns sem hefur einn eða tvo stjórnarmenn að baki sér en ekki ákvörðun meirihluta stjórnar deildarinnar.


Ég lýsi því hér með yfir að þarna tel ég formann deildarinnar hafa farið út fyrir sínar heimildir sem formaður.
Þrátt fyrir þessa fréttatilkynningu þá hefur, að því er ég best veit, ekki verið gengið frá formlegri uppsögn þjálfarans en málið samt sem áður látið út til fjölmiðla.
Þetta eru vinnubrögð sem mér finnst engan vegin eiga heima hvort heldur sem er í íþróttastarfi né á almennum vinnumarkaði.


Svona mál er á engan hátt rétt að reka í fjölmiðlum en þegar fór að fréttast að þetta væri ætlun formannsins óskaði ég eftir því að stjórn deildarinnar myndi hittast og ræða málið áður en ákvörðun yrði tekin. Því var ekki tekið heldur þessi fréttatilkynning send út og þykir mér það mjög miður fyrir alla hlutaðeigandi.

Hægt er að lesa meira um þetta á þessum síðum

http://www.mbl.is/…/ha…/2017/10/25/arnar_haettur_med_fjolni/
http://www.visir.is/g/2017171029240/arnar-haettur-med-fjolni
http://www.ruv.is/frett/arnar-haettur-sem-thjalfari-fjolnis
https://www.frikastid.is/arnar-gunnarsson-haettur-med-fjol…/

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.