Ólafur Páll tekur við meistaraflokk karla í knattspyrnu. Gunnar Már aðstoðar

mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Ólafur Páll Snorrason nýráðinn  þjálfari Fjölnis í Grafarvogi. Hann verður því að öllum líkindum yngsti þjálfari Pepsi-deildarinnar á næsta ári en hann er 35 ára.

Ólafur Páll er uppalinn Fjölnismaður og býr yfir reynslu sem leikmaður liðsins og einnig sem aðstoðarþjálfari hjá Ágústi Gylfasyni. Á síðasta tímabili var hann aðstoðarþjálfari FH.

„Ég þekki krók og kima hjá Fjölni og veit í hvað ég er að fara. Þess vegna er ég spenntur fyrir þessu. Nóg er af góðum fótboltamönnum í Fjölni. Grunnatriðið fyrir Fjölni er að halda áfram að vinna í stöðugleika liðsins í efstu deild,“ segir Ólafur.

„Ég mun einnig ýta af stað mínum hugmyndum og næ að vinna markmisst með það líka.“

Ólafur viðurkennir að það hafi verið markmið hjá sér að verða aðalþjálfari á þessum tímapunkti.

„Ég hef hugsað út í það að vera kominn í svona starf á þessum tímapunkti. Ég veit að það eru ekki margir sem fá svona traust og svona flott starf í efstu deild á Íslandi. Ég er fyrst og fremst mjög þakklátur fyrir það. Ég þakka stjórn Fjölnis í að treysta mér í það, engin spurning.“

Fjölnismenn voru í fallbaráttu í sumar og Ólafur gerir sér grein fyrir því að deildin verði mjög erfið næsta sumar.

„Þetta er og verður krefjandi verkefni sem ég tek að mér. Ég er metnaðarfullur í því sem ég geri og horfi bjartur fram á veginn. Ég vil lyfta klúbbnum á aðeins hærra level en hann var á síðasta sumar,“ segir Ólafur.   sjá fotbolti.net

Gunnar Már Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fjölnis í knattspyrnu karla.

Hann mun því aðstoða Ólaf Pál Snorrason sem nýverið var ráðinn aðalþjálfari í stað Ágústs Gylfasonar. Gunnar Már lagði skóna á hilluna í haust eftir langan feril sem hófst með Fjölni í 3. deild árið 2001. Hann afrekaði það að leika með Fjölni í 3., 2., 1. og úrvalsdeild á ferlinum en lék einnig með FH, Þór og ÍBV í efstu deild. Hann lék 20 leiki með Fjölni í Pepsi-deildinni í sumar.

Gunnar hefur auk þess að spila verið þjálfari kvennaliðs Fjölnis síðustu tvö ár en er hættur í því starfi.

Samhliða aðstoðarþjálfarastarfinu verður hann hins vegar áfram yfirþjálfari yngri flokka hjá Fjölni.

Óskum þeim góðs gengis í starfi

Áfram Fjölnir

 

 

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.