• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Grafarvogskirkja messar fyrir lokuðum dyrum þessi jól

23 des 2021
Baldvin
0
Grafarvogskirkja, Helgihald, Jólin, Kirkjan, Sr Guðrun

Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur við Grafarvogskirkju segir kirkjuna í siðferðislegri klemmu þessi jólin, vegna samkomutakmarkana. Þó að heimild sé fyrir helgihaldi í 50 manna sóttvarnarhólfum hafi þessi fjölmennasta sókn landsins afráðið að hafa engar opnar messur þessi jól, í því skyni að vernda sóknarbörn, starfsfólk og kórmeðlimi fyrir smitum.

„Þetta er mjög erfið ákvörðun og við vorum búin að vera í þrjá daga að ræða allar hugsanlegar lausnir. Við vorum tilbúin með allar mögulegar útgáfur, eftir því hvaða reglur væru kynntar,“ segir Séra Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur við Grafarvogskirkju, um áhrif samkomutakmarkana á helgihald um jól og áramót.

Siðferðisleg klemma

Helgihald í Grafarvogskirkju þessi jól og áramót fer eingöngu fram í streymi þetta árið. Grafarvogssókn er fjölmennasta sókn landsins og við kirkjuna starfa fjórir prestar og tveir organistar.

Guðrún segir kirkjuna standa frammi fyrir siðferðislegri klemmu, en þó að reglurnar segi eitt geti siðferðiskenndin sagt annað og ekki sé endilega æskilegt að stefna fólki saman miðað við núverandi ástand, þó að jafnvel sé heimild til þess. Aftur á móti hafi takmarkanirnar slæm áhrif á kirkjustarfið.

„Það er eitt að hafa opið og leyfa þeim að koma sem vilja, en svo erum við með kóra sem hafa ekki eins mikið val. Eigum við að láta þau mæta í þessu ástandi?“ Spyr Guðrún. „Við erum með 40 manna fullorðinskór, barna- og unglingakór sem telur 50 manns og svo þriðja kórinn sem er aðeins minni,“ segir hún. „Við ætluðum að vera með alla þrjá kórana á aðfangadagskvöld.“

Guðrún kveðst þó vera öllu vön í þessum efnum. „Við frestuðum fermingum í fyrra, þremur dögum fyrir fyrstu fermingu og þá var fólk var búið að panta sal og allt. Þetta ástand er rosalega slæmt fyrir kirkjuna og þá sem vilja sækja kirkju,“ segir hún og bætir við að ekki sé eins að koma í kirkju og að fylgjast með helgihaldi í gegnum streymi.

Færri við jarðarfarir en áður

Guðrún segir jarðarfarir undanfarið hafa farið fram með hraðprófum, „en þrátt fyrir það eru mun færri að mæta í jarðarfarir en fyrir Covid. Fólk bara velur að halda sig heima.“

„En svo finnum við líka að það er stór hópur sem er búinn að fá nóg og vill bara koma í kirkju. Margar kirkjur eru það stórar að auðvelt er að fylgja öllum sóttvarnareglum og gera ráðstafanir,“ segir hún.

„Fyrir Covid voru svona 700 manns í jólamessum í Grafarvogskirkju.“ Hún segir Grafarvogskirkju hafa stefnt á að nota hraðpróf þessi jólin, og reiknað hafi verið með 300-400 kirkjugestum. „Við erum ekki að reikna með sama fjölda núna út af Covid. Svo eru margir líka fastir í einangrun eða sóttkví,“ segir Guðrún.

Hún segir að jafnan standi kirkjan fyrir tveimur messum á aðfangadag, en einnig sé messað í Kirkjuseli í Spöng, og þangað mæti yfirleitt 150 manns í jólamessu.

„Þetta er mikil óvissa, við erum vön miklu fjölmenni og hér fara í gegn allt að 2000 manns yfir jólin.“ Hún bætir við að sjö messur séu í kirkjunni yfir jól og áramót, auk annara viðburða á borð við útfarir, skírnir og giftingar.

„Útfarirnar detta ekki niður, þær eru það eina sem er ekki hægt að fresta í kirkjunni,“ segir Guðrún. 

Fréttin kemur frá Fréttablaðinu.

Email, RSS Follow

Fjölnir – Íþróttafólk og Fjölnismaður ársins

17 des 2021
Baldvin
0
Egilshöll., Fjölnir, Grafarvogur, iþróttir, Keiluhöllin

Íþróttafólk og Fjölnismaður ársins 2021 var heiðrað fimmtudaginn 16. desember við hátíðlega athöfn í Keiluhöllinni.

Hátt í 80 manns úr öllum deildum voru viðstödd þegar aðalstjórn félagsins verðlaunaði og heiðraði afreksfólkið okkar.

Við viljum sérstaklega þakka Keiluhöllinni fyrir frábært samstarf, ljósmyndurum félagsins þeim Baldvini Erni Berndsen og Þorgils Garðari Gunnþórssyni og tæknimanni kvöldsins Gunnari Jónatanssyni.

Íþróttakarl Fjölnis 2021

Íþróttakarl ársins: Ólafur Ingi Styrmisson (körfuknattleiksdeild)

Ólafur Ingi hefur verið burðarás upp alla yngri flokka hjá Fjölni síðustu ár og hefur í vetur sýnt að hann er einn af bestu leikmönnum 1. deildar karla. Ólafur, sem er fyrirliði meistaraflokks karla, er mikill leiðtogi, innan vallar sem utan og setur hag liðsins ávallt í fyrsta sæti. Hann hefur verið framúrskarandi með yngri landsliðum Íslands síðustu ár auk þess að vera á meðal fremstu leikmanna í sínum árgangi. Hann stefnir hátt í körfubolta. Ólafur hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðum sínum í Fjölni og í bæði skiptin verið valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar, síðast núna í vor þegar drengjaflokkur varð Íslandsmeistari. Meistaraflokkslið Fjölnis hefur sýnt undanfarið að það á góða möguleika á að ná inn í úrslitakeppni í vor og valda usla þar, þó ungir séu, jafnvel komast upp í Subway deildina ef heppni og elja blandast vel saman á réttum tíma. Ljóst er að Ólafur mun leika lykilhlutverk í þeirri vegferð og verður spennandi að fylgjast með honum og liðinu næstu mánuði. Ólafur er framúrskarandi íþróttamaður og mikil fyrirmynd.

Íþróttakona Fjölnis 2021

Íþróttakona ársins: Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir (körfuknattleiksdeild)

Emma Sóldís er lykilleikmaður í meistaraflokki kvenna en Fjölnisstúlkur hafa sýnt í vetur að þær eru til alls líklegar í Subway deildinni en Emma hefur spilað stórt hlutverk í árangri liðsins, bæði í vörn og sókn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Emma náð miklum árangri í körfubolta. Hún hefur leikið stórt hlutverk með yngri landsliðum Íslands hingað til. Á Norðurlandamótinu í sumar var hún byrjunarliðsmaður í U18 ára liði Íslands þrátt fyrir að hafa verið á yngra ári. Þar var hún stigahæst íslensku leikmannanna og næst stigahæst á mótinu. Emma Sóldís var í fyrsta sinn núna í haust valin í A-landslið Íslands, aðeins 17 ára gömul. Emma lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember þar sem hún skoraði sín fyrstu stig fyrir landslið Íslands. Emma hefur ávallt verið meðal fremstu leikmanna í sínum árangi enda setur hún frábært fordæmi með eigin dugnaði bæði á æfingum sem og í leikjum. Hún lætur aldrei neitt eftir sig liggja. Emma Sóldís er samviskusöm og virkilega dugleg að æfa og vinna í sínum leik. Emma er virkilega góður karakter með góða nærveru sem t.d. endurspeglaðist í þjálfun hennar á sumarnámskeiðum Fjölnis þar sem hún náði mjög vel til krakkanna. Klárt er að það verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.

Fjölnismaður ársins 2021

Fjölnismaður ársins: Sarah Buckley

Fjölnismaður ársins er Sarah Buckley. Sarah hefur verið viðloðandi sunddeildina í fjöldamörg ár og átt þrjá sundmenn sem hafa allir náð góðum árangri. Sarah gekk til liðs við deildina sem iðkandi fyrir nokkuð mörgum árum þegar hún fór að synda með garpahópnum okkar. Sarah keppti núna í haust bæði á Íslandsmóti garpa og Norðurlandameistaramótinu sem haldið var hér á landi og vann til verðlauna á þeim báðum. Sarah fór fljótlega að sinna dómgæslu á sundmótum fyrir deildina og hefur á þeim árum náð sér í réttindi sem yfirdómari og er á lista yfir alþjóðlega ræsa hjá FINA (Alþjóðlega sundsambandið) og hefur þar með rétt til að dæma á alþjóðlegum mótum. Sarah hefur farið fyrir Íslands hönd og dæmt á Smáþjóðaleikunum árin 2015 á Íslandi, 2017 í San Marínó og 2019 í Svartfjallalandi auk þess að vera dómari/ræsir á Norðurlandameistaramóti sem haldið var hér á landi. 

Þrátt fyrir að Sarah eigi ekki lengur sundmann hjá deildinni hefur hún haldið áfram að vinna fyrir okkar hönd á sundmótum hvort heldur sem er Íslandsmeistaramótum eða félagsmótum. Sá tími sem hún ver til vinnu fyrir okkar hönd er töluverður og erum við óendanlega þakklát fyrir hennar framlag fyrir okkar hönd. Það er hverju íþróttafélagi nauðsyn að hafa svona einstaklinga innan sinna raða, þ.e. þá sem vinna sjálfboðaliðastörf í þágu félagsins og halda því áfram eftir að börnin feta inn á nýjar slóðir.

Afreksfólk deilda 2021

Fimleikar:

Fimleikakona: Lilja Katrín Gunnarsdóttir

Fimleikakarl: Sigurður Ari Stefánsson

Frjálsar:

Frjálsíþróttakona: Helga Þóra Sigurjónsdóttir

Frjálsíþróttakarl: Bjarni Anton Theódórsson

Handbolti:

Handboltakona ársins: Kolbrún Arna Garðarsdóttir

Handboltakarl ársins: Elvar Otri Hjálmarsson

Íshokkí:

Íshokkíkona ársins: Harpa Dögg Kjartansdóttir

Íshokkíkarl ársins: Steindór Ingason

Karate:

Karatekona ársins: Eydís Magnea Friðriksdóttir

Karatekarl ársins: Gabriel Sigurður Pálmason

Knattspyrna:

Knattspyrnukona ársins: Sara Montoro

Knattspyrnukarl ársins: Jóhann Árni Gunnarsson

Körfubolti:

Körfuboltakona ársins: Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir

Körfuboltakarl ársins: Ólafur Ingi Styrmisson

Listskautar:

Skautakona ársins: Júlía Sylvía Gunnarsdóttir

Skautakarl ársins: Marinó Máni Þorsteinsson

Skák:

Skákkona ársins: Sigrún Tara Sigurðardóttir

Skákkarl ársins: Tristan Fannar Jónsson

Sund:

Sundkona ársins: Ingunn Jónsdóttir

Sundkarl ársins: Kristinn Þórarinsson

Tennis:

Tenniskona ársins: Eva Diljá Arnþórsdóttir

Tenniskarl ársins: Hjalti Pálsson

Þetta er í 32. sinn sem valið fer fram. Í fyrra voru þau Fanney Ragnarsdóttir, körfuknattleiksdeild og Hans Viktor Guðmundsson, knattspyrnudeild valin íþróttafólk ársins og Gunnar Jónatansson var valinn Fjölnismaður ársins.

Hlekkur á myndband af íþróttakarli ársins – https://www.facebook.com/ungmennafelagidfjolnir/videos/1084091582433872

Hlekkur á myndband af íþróttakonu ársins – https://www.facebook.com/ungmennafelagidfjolnir/videos/435709081482486

Hlekkur á myndband af Fjölnismanni ársins – https://www.facebook.com/ungmennafelagidfjolnir/videos/195470982798838

Hlekkur á myndband af afreksfólki deilda – https://www.facebook.com/ungmennafelagidfjolnir/videos/221907886758783

Bestu kveðjur,

Arnór Ásgeirsson – Íþróttastjóri Fjölnis

Email, RSS Follow

Hverfahleðslu ON í Grafarvogi

30 nóv 2021
Baldvin
0
Grafarvogur, Hverfishleðsla ON, ON, Rafmagn

Kæru íbúar í Grafarvogi,
Við bjóðum ykkur velkomin í Hverfahleðslu ON með því að hafa frítt að hlaða út nóvember! 🧡
Hverfahleðslur ON eru í alfaraleið í Reykjavík og Garðabæ fyrir rafbílaeigendur. Hverfahleðslur ON gefa fólki kost á að hlaða við sundlaugar, menningarhús, íþróttamiðstöðvar, skóla og leikskóla. Þær eru einnig hentugar fyrir fólk sem vill hlaða bílinn í sínu hverfi og eiga ekki kost á að hlaða heima við.
Gott er að hafa ON-lykilinn ávallt í hönd þegar hlaðið er þar sem við bjóðum viðskiptavinum með heimilisrafmagn hjá okkur 20% afslátt í öllum hleðslustöðvum ON. Við þökkum rafbílafólki fyrir að velja umhverfisvænni fararskjóta. Saman bætum við andrúmsloftið!
Nánar: https://www.on.is/gotuhledslur-on/

Email, RSS Follow

HELGI SIGURÐSSON ÞJÁLFAR 2. FLOKK KARLA

18 nóv 2021
Baldvin
0
Fjölnir, Grafarvogur, Helgi Sigurðsson, Nýjir þjálfarar, Þórir Karlsson

Helgi Sig hefur verið ráðinn sem þjálfari 2. flokks karla hjá félaginu. Félagið lýsir yfir mikilli ánægju með þessari ráðningu og býður hann velkominn til starfa.

Þórir og Helgi

Helgi hefur eins og allir þekkja náð góðum árangri bæði sem leikmaður á sínum ferli og sem þjálfari ÍBV og Fylkis. Miklar vonir er um að hans reynsla muni hjálpa leikmönnum okkar að stíga en stærri skref í þróun sinni sem framtíðarleikmenn Fjölnis.

Annar flokkur er fjölmennur flokkur sem býr yfir miklum hæfileikum og verður spennandi að fylgjast með þeim leikmönnum næstu árin.

Ásamt Helga í þjálfarateyminu hjá 2. flokki verður Þórir Karlsson sem var í þjálfarateymi 2. flokks í fyrra og hefur þjálfað hér hjá Fjölni undanfarin ár.

Email, RSS Follow

Hverfið mitt – kosning

01 okt 2021
Baldvin
0
Grafarvogur, Hverfið mitt, Kosning

Hérna er hægt að skoða þær tillögur sem í vali eru…….

Hverfið mitt 2021 (reykjavik.is)

Hverfið mitt: Almennar upplýsingar 2020-2021 | (reykjavik.is)

https://kosning2021.reykjavik.is/select-voting-area
Email, RSS Follow

Úlfur Arnar Jökulsson nýr aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni.

24 sep 2021
Baldvin
0
Fjölnir, Grafarvogur, Knattspyrna, Úlafar Arnar, Þjálfari

Það er knattspyrnudeild Fjölnis sönn ánægja að tilkynna Úlf Arnar Jökulsson sem nýjan aðalþjálfara meistaraflokks karla.

Með Úlla í þjálfarateyminu verður Gunnar Sigurðsson aðstoðarþjálfari.Úlla þekkjum við Fjölnismenn vel. Hann er gríðarlega efnilegur þjálfari sem gjörþekkir félagið.

Úlli er með UEFA A og UEFA Elite Youth A þjálfaragráður. Undanfarin 4 ár eða frá árinu 2017 hefur hann stýrt öðrum flokki Fjölnis með góðum árangri. Samhliða því þá stýrði Úlli liði Vængja Júpiters á nýliðnu sumri en undirstaðan í því liði voru efnilegir leikmenn úr öðrum flokki Fjölnis. Liðið fór alla leið í undanúrslit 4. deildar og vakti athygli fyrir góða spilamennsku.

Á árunum 2014-2017 var hann þjálfari meistaraflokks hjá nágrönnum okkar í Aftureldingu. Gunni Sig hefur verið í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Fjölni undanfarin 10 ár. Það er mjög ánægjulegt að halda í þá reynslu og þekkingu sem Gunni hefur fram að færa.Unnið er að enn frekari viðbót við annars öflugt þjálfarateymi.Knattspyrnudeild Fjölnis bindur miklar vonir við þessa ráðningu og hlakkar til samstarfsins á komandi tímabilum.

#FélagiðOkkar

Email, RSS Follow

Forvarnasjóður Reykjavíkur

07 sep 2021
Baldvin
0
Forvarnarsjóður, Forvarnir, Grafarvogur, Hugmyndir, Íbúaráð, Rekjavík

Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki til forvarnarverkefna úr Forvarnasjóði Reykjavíkur. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einstökum hverfum eða almennt í borginni. Íbúaráð veita styrki til verkefna í hverfum en velferðarráð til almennra forvarnarverkefna í borginni.

Styrkirnir gefa einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að vinna að forvörnum í borginni. Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum geta stofnanir Reykjavíkurborgar eða starfsmenn þeirra sótt um styrki í sjóðinn en einungis í samstarfi við aðra aðila utan Reykjavíkurborgar.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 30. september 2021.

Alls eru 10,7 milljónir króna til úthlutunar árið 2021.

Styrkir úr sjóðnum verða veittir til verkefna sem styðja:

  • Forvarnir í þágu barna og unglinga
  • Eflingu félagsauðs í hverfum borgarinnar
  • Bætta lýðheilsu
  • Markvisst samstarf íbúa, félagasamtaka, og fyrirtækja í þágu forvarna og félagsauðs
  • Önnur verkefni sem mæta þeim markmiðum sem borgarstjórn setur hverju sinni


Almennt um sjóðinn

Hlutverk Forvarnasjóðs Reykjavíkur er að stuðla að forvörnum og efla félagsauð í hverfum Reykjavíkur. Markmið sjóðsins er að styrkja forvarnarverkefni í samræmi við forvarnastefnu Reykjavíkurborgar og veita einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til frumkvæðis og nýsköpunar. Í forvarnastefnunni er m.a. lögð áhersla á að bæta andlega líðan, heilsu og sjálfsmynd barna og unglinga og forvarnir gegn áhættuhegðun. Hlutverk sjóðsins er jafnframt að vinna að eflingu félagsauðs og stuðla að hvers kyns framförum í hverfum borgarinnar.
 

Ferli umsóknar

Allar styrkumsóknir sem ganga þvert á hverfi borgarinnar eru lagðar fyrir samráðshóp um forvarnir í Reykjavík og til umsagnar og samþykktar í velferðarráði. Umsóknir um verkefni í einstökum hverfum fara fyrir íbúaráð til samþykktar. Allir umsækjendur fá skriflegt svar þegar niðurstöður um úthlutun liggja fyrir.

Úthlutunarreglur Forvarnasjóðs Reykjavíkur
Rafræn umsókn á Mínum síðum (Rafræn Reykjavík)
Eyðublað fyrir greinargerð um ráðstöfun styrkfjár
Merki borgarinnar til að setja á kynningarefni


Fyrirspurnir eða ábendingar

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur umsjón með sjóðnum. Senda má fyrirspurnir á netfangið forvarnarsjodur@reykjavik.is.

Upplýsingar um styrki í einstökum hverfum borgarinnar veita framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðva velferðarsviðs.

Email, RSS Follow

Aga og siðamál hjá Fjölni

01 sep 2021
Baldvin
0
Fjölnir, Grafarvogur, Ofbeldi, Tilkynning

Í ljósi umræðunnar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum varðandi agamál ofl í íþróttahreyfingum landsins, þá er vert að benda á það sem Fjölnir er að gera.

Hérna er hægt að lesa meira um þetta……..

Ef það þarf að senda inn tilkynningu þá má senda hérna……



Ungmennafélagið Fjölnir hefur unnið að ýmsum málum í tengslum við forvarnarstarf og hefur átti í samstarfi við fjölmarga aðila tengda barna og unglingastarfi. En hér má finna upplýsingingar um verkferla sem hafa verið gefnir út síðastliðin ár og er notast við hjá Fjölni.

Ef óæskileg hegðun kemur upp innan félagsins þá er mikilvægt að taka rétt skref.

Hægt er að hafa samband við tilkynningaraðila félagsins, samskiptaráðgjafa, Æskulýðsvettvanginn eða Íþróttabandalag Reykjavíkur.

Email, RSS Follow

Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju

29 ágú 2021
Baldvin
0
Barna og unglingakór Grafarvogskirkju, Börn, Grafarvogur, Kór

Öll söngelsk börn á aldrinum 6-15 ára eru hjartanlega velkomin í barna- og unglingakor Grafarvogskirkju!

Börnunum er skipt niður í 2 hópa.

Barnakór Grafarvogskirkju (3. – 5. bekkur) æfir á þriðjudögum kl. 16:15 – 17:15 í Grafarvogskirkju.

Unglingakór Grafarvogskirkju (6. – 10. bekkur) æfir á þriðjudögum kl. 17:00 – 18:15 í Grafarvogskirkju.

Kórgjöld: 15.000 kr. fyrir árið – hægt að nota frístundastyrk Reykjavíkurborgar.

Nánari upplýsingar á: barnakorgrafarvogskirkju@gmail.com


Við æfum á þriðjudögum.

Hér er skráningarformið:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScDzMa6Rp-RxO5ZZ0T302crzcQAsfMRYP-mbf1WSpoqXux4gA/viewform

Bestu kveðjur
Sigga Soffía , kórstjóri

Email, RSS Follow
« First‹ Previous2345678Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is