HLAÐAN FYLLTIST Í GUFUNESBÆ

Skákdeild Fjölnis og Frístundamiðstöðin Gufunesbær stóðu fyrir Vetrarleyfisskákmóti í Hlöðunni fyrir grunnskólanemendur í vetrarleyfi. Um 50 krakkar fjölmenntu og hvert borð skipað strákum og stelpum, allt frá 6 – 15 ára.

Tefldar voru sex umferðir og í lok móts var boðið upp á skúffuköku af stærri gerðinni.

Keppt var í þremur flokkum og veitt 20 verðlaun. Bestum árangri náði skákdrottningin Emilía Embla sem sigraði í öllum sínum skákum. Hún tefldi í stúlknaflokki. Sigrún Tara, Nikola, Silja Rún,Tara Líf, Stefnanía og Lilja Kathlen nældu sér einnig í verðlaun.

30 drengir tefldu í eldri og yngri flokki. Verðlaunahafar: Viktor, Tristan Fannar, Oliver, Ásgeir Smári, Ómar Jón, Kristján Freyr og Arthur í yngri flokk. – Birkir, Örvar, Adam, Engilbert Viðar, Jósef, Guðmundur Orri og Theodór Helgi í eldri flokki. Einnig var dregið í happadrætti og endaði því helmingur þátttakenda með glaðning.

Þau Lenka Ptacnikova, Kristjan Dagur Jonsson og Helgi Árnason stjórnuðu skákmótinu sem lauk nákvæmlega kl. 16:00 eins og stefnt var að. Veitingastjóri var Aneta Kamila Klimaszewska sem býr til bestu skúffukökurnar að mati skákkrakka í Skákdeild Fjölnis.

Takk krakkar fyrir flotta frammistöðu og góða framkomu.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.