Hverfið mitt – Hugmyndasöfnun er hafin. Vertu með!
Hvernig getur þitt hverfi orðið enn betra? Þú getur komið hugmynd á framfæri á hverfidmitt.is. Sendu inn þína tillögu fyrir 20. mars 2017.
Kosið verður í október og þær hugmyndir sem koma til framkvæmda á næsta ári.





Messa kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson.



Fyrsta deild Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld í Rimaskóla. Hinar deildirnar (2.-4.) hefjast hins vegar á morgun. Taflmennskan í kvöld hefst kl. 19:30 en hefst kl. 20:00 á morgun
Starfsmenn Reykjavíkurborgar vilja bregðast skjótt við holum sem myndast í malbiki en slíkt getur gerst í rysjóttri tíð eins og verið hefur undanfarið. Viðgerðir á holum sem valdið geta slysi eða tjóni á ökutækjum hafa hæsta forgang og gert er við þær eins skjótt og mögulegt er eða sett viðeigandi varúðarskilti.
Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs.

Það var sérstaklega gaman að taka þátt í skóflustungu í dag þegar við fulltrúar borgarinnar, verkalýðshreyfingin og félagsmenn í ASÍ og BSRB mættu til að hefja vinnu við byggingu leiguíbúða á viðráðanlegu verði í sannkölluðu skítaveðri upp í Spöng í Grafarvogi. Íbúðirnar á reitnum verða alls 155 og verða byggðar á vegum Bjargs. Bjarg er uppbyggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar og er ekki rekið í hagnaðarskyni. Þetta samstarf er hluti af byggingu þúsund leiguíbúða verkalýðshreyfingarinnar á viðráðanlegu verði í borginni og er gríðarlega mikilvægt, fyrir framtíðarleigjendur, borgina og húsnæðismarkaðinn.Það vill stundum gleymast að þetta grettistak sem hefur verið í undirbúningi frá 2016 eru jafnmargar íbúðir og í síðasta stóra uppbyggingarátaki verkalýðshreyfingarinnar og borgarinnar í Breiðholti. Munurinn er sá að nú dreifast þessar lóðir um alla borg og við gerum ráð fyrir að byggingartíminn verði styttri. 






