• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Sundlauganótt á laugardagskvöld

14 feb 2014
Kristjan Sigurdsson
0
Aðsent efni, Barnastarf, Dansskóli Reykjavíkur, Fermingar í Grafarvogi, Fjölnir fimleikar, Grafarvogslaug, Grunnskólar Grafarvogs, Sundlaugar
Grafarvogslaug.

Grafarvogslaug.

Sundlauganótt verður haldin annað kvöld, laugardagskvöldið 15. febrúar, og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá sem mun skapa einstaka stemningu í laugunum. Á 8 sundstöðum verður boðið upp á skvettuleika, Zumba, öldudiskó og margt fleira.
Mögnuð dagskrá verður í Álftaneslaug, Lágafellslaug, Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Grafarvogslaug, Laugardalslaug, Sundhöll Reykjavíkur og Ylströndinni þar sem ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið dagskrárinnar frá átta til miðnættis sér að kostnaðarlausu.

Meðal viðburða er öldudiskó í Álftaneslaug, Zumba í Lágafellslaug, skvettuleikar í Grafarvogslaug, tónleikar í Laugardalslaug og slökun á Ylströndinni. Gestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta stundarinnar.
Allar sundlaugar í Reykjavík eru opnar á Sundlauganótt og er gestum boðið að koma og njóta notalegrar stemningar. Frítt er inn frá klukkan átta til miðnættis.

Sundlauganótt er síðasti viðburður Vetrarhátíðar sem var sett fimmtudaginn 6. febrúar með tendrun 10 ljósalistaverka. Ljósaverkin lýsa upp fegurð borgarinnar á skemmtilegan máta en verkin eru öll í göngufæri við hvert annað. Njóta má skammdegis febrúarmánaðar með ljósagöngu milli ljósalistaverkanna til miðnættis 15. febrúar.

Komdu, sjáðu og upplifðu sundlaugarnar á nýjan og skemmtilegan hátt á Sundlauganótt!

Sundlauganótt Grafarvogslaug

15.02.2014

Dagskrá

Flóðljós

kl. 19:00 -24:00

Allt önnur stemming flæðandi um hús og sundlaugabakka. Sjáðu, finndu og upplifðu hvernig umhverfið breytist með kyndlum og kertaljósum. Listasýning á verkum Korpúlfa í anddyri og óvænt uppákoma . Kaffi á könnunni.

Tónaflóð

kl. 19.00 – 19:30

Hvernig ætli sé að synda við undirleik lúðrasveitar? Skólahljómsveit Grafarvogs kyndir undir stemmingu kvöldsins og setur Sundlauganótt

Vatnsfimi og samhæfð hreyfing

kl. 19:30 – 19:50

Samhæfð hreyfilist í vatni með Korpúlfum undir taktfastri stjórn Öldu Maríu. Allir vita að léttara er að hreyfa sig í vatni þó gefur vatnið mikla mótstöðu og eflir hreyfinguna. Komdu og prufaðu

Ljóð um ljós

Kl. 19:50 – 20:10

Hvaða ljóð skyldu verða fyrir valinu. Félagar úr Korpúlfum flytja fyrir okkur nokkur ljóð um ljós.

Skvettuleikar

kl. 20:00 – 22:00

Hver getur skvett hæst? Taktu þátt í að búa til stórar skvettur í leiklauginni. Sjáðu og finndu aðdráttarafl jarðar í virkni.

Tónadýrð Korpúlfa.

kl. 20:10 – 20:30

Slökun við söng, hvernig er það? Geislandi kórtónar Korpúlfa gera vatnið mýkra að liggja í. Harmonikka og sög leika undir.

Söngleikar

kl. 20:30 – 21:30

Þau eru flink og þau eru framtíðin. Fulltrúar félagsmiðstöðvanna í Grafarvogi sem keppa á SAMFÉS og sem kepptu á RÍMNAFLÆÐI flytja fyrir okkur atriðin sín.

Tveir Kassar

kl. 21:30 -22:30

Annar plokkar strengi og hinn slær trommu. Örugglega allt önnur stemming í pottaspjallinu við þeirra undirleik.

dj. flugvél og geimskip

kl. 22:30 – 23:30

dj. flugvél og geimskip hefur þróað saman sjónræna og hljóðræna upplifun sem samanstendur af ljósum og tónlist. Tónleikarnir eru upplifun fyrir augu og eyru sem hrífa áhorfandann með inn í annan heim. Sérstakt ljósashow og sögur lokka hugann frá stað og stund.

Dagskrá....
Email, RSS Follow

Fjölniskrakkar sigursælir. Rimaskólasveitir unnu tvöfalt líkt og í fyrra.

11 feb 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Dansskóli Reykjavíkur, Fjölnir fimleikar, Fjölnir handbolti, Fjölnir knattspyrna, Grunnskólar Grafarvogs, Skák, Skólastarf

Rimaskóla krakkarRúmlega 120 grunnskólanemendur fylltu Skákhöllina Faxafeni 12 þegar þar fór fram Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák 2014. Alls mættu 28 skáksveitir til leiks og þar af 6 úr skólum Grafarvogs, skipuð krökkum sem æfa með skákdeild Fjölnis. Á myndinni eru þeir 16 nemendur Rimaskóla að fagna frábærri frammistöðu en þeir skipuðu fjórar skáksveitir skólans á mótinu. Sveitir Rimaskóla unnu allt sem hægt var að vinna. A sveit Rimaskóla vann mótið nokkuð örugglega og Rimaskólastúlkur höfðu einnig sigur eftir hörkubaráttu við Melaskólastúlkur. B og C sveitir Rimaskóla voru einnig í efstu sætum B og C liða. Sveit Kelduskóla varð í 5. sæti og kornungar Foldaskólastúlkur stóðu sig vel. Þessi frammistaða Grafarvogskrakka er ánægjuleg og til vitnis um öflugt starf Skákdeildar Fjölnis alla laugardaga kl. 11:00 – 12:30. Undantekningarlaust er þar frábær mæting áhugasamra skákkrakka, flestra úr Rima-og Kelduskóla.  Krakkarnir taka skáktímann á laugardögum næstum fram yfir allt annað sem í boði er um helgar. Áhuginn er ósvikinn, skákin skemmtileg og árangurinn sýnilegur. Hinar velheppnuðu skákbúðir Fjölnis að Úlfljótsvatni helgina fyrir mótið höfðu ábyggilega líka sitt að segja um þennan góða árangur á einu fjölmennasta skákmóti landsins.

Úrslit í Reykjavíkurmóti grunnskólasveita í skák 10. feb. 2014

Úrslit mótsins:

1 Rimaskóli A,25,0

2.-3.Ölduselsskóli A,21,5

Hagaskóli,21,5

4 Árbæjarskóli A,18,5

5.-7.Kelduskóli,16,5

Fossvogsskóli A,16,5

Rimaskóli B,16,5

8 Ölduselsskóli B,15,5

9.-10. Ingunnarskóli A,15,0

Sæmundarskóli A,15,0

11.-12. Rimaskóli C,14,5

Rimaskóli S,14,5

13 Sæmundarskóli B,14,0

14-17 Ingunnarskóli B,13,5

Melaskóli S,13,5

Hlíðaskóli,13,5

Háteigsskóli,13,5

18-20 Sæmundarskóli C,13,0

Ingunnarskóli S1,13,0

Breiðholtsskóli S,13,0

21 Laugalækjarskóli,12,5

22 Fossvogsskóli B,12,0

23 Árbæjarskóli B,11,5

24 Ingunnarskóli C,10,5

25 Breiðagerðisskóli,9,5

26 Foldaskóli S,7,0

27 Árbæjarskóli C,6,5

28 Ingunnarskóli S2,5,0

Email, RSS Follow

Miðgarðsmótið, skákmót grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi myndir

07 feb 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Féagsmiðstöðin Spönginni, Fjölnir fimleikar, Grunnskólar Grafarvogs, Skákmót grunnskóla Grafarvogs, Skemmtun

Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness stóð í 9. sinn fyrir Miðgarðsmótinu sem er skákmót grunnskólasveita í hverfinu. Mótið fór fram í íþróttahúsi Rimaskóla og mættu 10 skáksveitir til leiks. Landsbankinn, útibúið Vínlandsleið, gaf 150.000 krónur til verðlauna á mótinu. Skólarnir fá verðlaunin til kaupa á skákbúnaði. A sveit Rimaskóla sigraði á mótinu með 31,5 vinning af 36 mögulegum. Skólinn hefur unnið Miðgarðsmótið frá upphafi. A sveit Kelduskóla varð í 2. sæti með 28 vinninga og B sveit Rimaskóla 3. sætið með 23. vinninga. Rimaskólakrakkarnir 24 sem kepptu fyrir hönd skólans á Miðgarðsmótinu reyndust skrefinu á undan öðrum skólum í heildina og unnu A,B,C og D sveitirnar alls 62.500 kr til kaupa á skákbúnaði. (HÁ)

Lokastaðan á Miðgarðsmótinu 2014:

1.    Rimaskóli a-sveit

2.   Kelduskóli a-sveit

3.   Rimaskóli b-sveit

4.   Rimaskóli d-sveit

5.   Foldaskóli a-sveit

6.   Rimaskóli c-sveit

7.   Foldaskóli b-sveit

8.   Kelduskóli b-sveit

9.   Húsaskóli b-sveit

10. Húsaskóli a-sveit

IMG_0100 IMG_0083 IMG_0076 IMG_0068 IMG_0061 IMG_0058 IMG_0057 IMG_0056 IMG_0054 IMG_0052 IMG_0055 IMG_0047 IMG_0048 IMG_0044 IMG_0043 IMG_0051 IMG_0042 IMG_0050 IMG_0041 IMG_0049 IMG_0040 IMG_0020 IMG_0024 IMG_0026 IMG_0028 IMG_0036 IMG_0037 IMG_0038 IMG_0018 IMG_0017 IMG_0015 IMG_0014 IMG_0013 IMG_0012 IMG_0007 IMG_9984 IMG_9983 IMG_9995 IMG_0003 IMG_9994 IMG_9993 IMG_9991 IMG_9988 IMG_9970 IMG_9974 IMG_9977 IMG_9978 IMG_9966 IMG_9960 IMG_9959 IMG_9957 IMG_9956 IMG_9955 IMG_9952 IMG_9942 IMG_9937

Email, RSS Follow

Fermingin – og hvað svo?

06 feb 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Dansskóli Reykjavíkur, Féagsmiðstöðin Spönginni, Fermingar í Grafarvogi, Fjölnir fimleikar, Fjölnir knattspyrna, Grafarvogskirkja, Gufunesbær, Skemmtilegt
Ferming

Ferming

Fermingin – og hvað svo ?

Samvera með foreldrum fermingarbarna
fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17:30 – 19:00
í Grafarvogskirkju

Grafarvogskirkja, í samstarfi við Safnaðarfélag Grafarvogskirkju og Grósku í Grafarvogi boðar til samveru með foreldrum fermingarbarna 13. febrúar þar sem fjalla á um mikilvægi foreldra í uppeldi barna sinna og hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar börnin komast á unglingsár.

Dagskrá:
Guðrún Halla Jónsdóttir, félagsráðgjafi í Miðgarði, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, fjallar um  mikilvægi umhyggju, aðhalds og eftirlits foreldra, hversu mikilvægt er fyrir foreldra að  sleppa ekki tökunum en styðja börnin til að axla meiri ábyrgð.

Brynhildur Jensdóttir, fíkniráðgjafi hjá Foreldrahúsi, ræðir um ýmsar áskoranir sem foreldrar unglinga standa frammi fyrir í nútímasamfélagi og viðhorf unglinga til kannabisreykinga.

Guðrún Dóra Bjarnadóttir, geðlæknir, fjallar um áhrif kannabisefna á andlega og líkamlega heilsu ungs fólks til lengri eða styttri tíma.

Umræður og fyrirspurnir  –  Eftirmiðdagshressing og kaffisopi  – Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangiðbergtora.vals@gmail.com

Vonumst til að sjá ykkur sem allra flest!

Prestarnir, stjórn Safnaðarfélagsins og Gróska í Grafarvogi

Email, RSS Follow

Dagforeldrar í Grafarvogi

06 feb 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Dagforeldrar, Grafarvogur, Skemmtilegt
Dagforeldrar

Dagforeldrar

Í Grafarvogi starfa 30 dagforeldrar, 27 konur og þrír karlar, með alls tæplega 150 börn í daglegri vistun.  Meðal starfsaldur þeirra er um 10 ár og af hópnum starfa 6 tveir saman með dagvistunina.

Mikil áhersla er lögð á starfsþróun dagforeldra og hér eru tvær myndir frá fræðslukvöldi dagforeldra sem haldið var í Miðgarði 3. febrúar 2014.  Þá var kynning á  þjónustusamningum við dagforeldra, umræður um hvernig dagforeldrar í hverfinu gætu styrkt sitt samstarfsnet á jákvæðan hátt og rætt almennt um ábyrgðarmikið starf dagforeldra. Það er áhrifaríkt að finna þann metnað hjá dagforeldrunum  sem þarf fyrir starfi sínu. Í febrúar er einnig í boði námskeið fyrir dagforeldra í eldvörnum, skyndihjálp barna og fræðsla í uppeldi og umönnun ungra barna, þau eru haldinn í Námsflokkum Hafnarfjarðar, Miðstöð símenntunar.

 

Dagforeldrar

Dagforeldrar

Email, RSS Follow

Miðgarðsmótið, skákmót grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi

06 feb 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Dansskóli Reykjavíkur, Féagsmiðstöðin Spönginni, Félag eldriborgara í Grafarvogi, Fermingar í Grafarvogi, Fjölnir fimleikar, Guðþjónusta, Miðgaraður, Skák, Skákmót Grafarvogi, Skautafélagið Björninn, Skólastarf

Miðgarðsmótið, skákmót grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi er á morgun í íþróttahúsi Rimaskóla og hefst kl. 9:45.

Þeir foreldrar sem hafa áhuga og tækifæri á að fylgjast með eru velkomnir að sjá okkar efnilegu skákmenn, stráka og stelpur að tafli.

Til upplýsingar um mótið:

Eftirfarandi  eru helstu upplýsingar um Miðgarðsmótið sem  hafa verið ein fjölmennustu skákmót landsins.

Útfærsla:

Grunnskólamót Landsbankas og Miðgarðs í skák verður haldið föstudaginn 7. febrúar 2014 í íþróttahúsi Rimaskóla frá kl. 9:45 – 12:00.

Mótið hefur verið haldið frá árinu 2005 á vegum Miðgarðs.

Hver skóli sendir 1 – 3 skáksveitir sem merktar eru A, B og C eftir styrkleika. Í hverri sveit eru 6 keppendur.

Keppt verður um veglenga farandbikar frá 2005 og eignarbikar sem efsta skáksveitin hlýtur til varðveislu og eignar.

Landsbankinn veitir eftirfarandi verðlaun að verðmæti 150.000 kr í formi skákvarnings. Björn Þorfinnsson sem flytur inn skákvörur verður tilbúinn með “skákpakka”  sem hægt er síðan að skipta og bæta við að hálfu hvers skóla ef áhugi eða þörf er á.

Allir þátttökuskólar fá 15.000 kr fyrir að taka þátt í mótinu. Fjármagninu skal varið til kaupa á skákbúnaði ein sog öðru verðlaunafé mótsins.

Skólinn/sveitin  sem lendir í 1. sæti fær 15.000 kr í verðlaun

Skólinn/sveitin  sem lendir í 2. sæti fær 12.500 kr í verðlaun

Skólinn/sveitin  sem lendir í 3. sæti fær 7.500 kr í verðlaun

Skólinn/sveitin  sem lendir í 1. sæti B – sveita  fær 5.000 kr í verðlaun

Skólinn/sveitin   sem lendir í 1. sæti C sveita fær 5.000 kr í verðlaun

Verðlaunafé alls 150.000

Miðgarður útvegar veitingar líkt og áður. Gos og súkkulaðikex.

Landsbankinn hefur leyfi til að hafa fána bankans á mótssvæðinu.

Stefnt verður að því að hver skóli í hverfinu sendi að lágmarki eina skáksveit.

Hver skóli sendir einn  starfsmann á vettvang í Rimaskóla til að hjálpa til við uppröðun frá kl. 8:30 – 9:30

Hver skóli sendir einn eða fleiri starfsmenn skólans með keppendum og eru þeir liðsstjórar.

Með kveðju

Helgi Árnason

Skólastjóri Rimaskóla

GSM 6648320

helgi.arnason@reykjavik.is

Grafarvogur

Grafarvogur

Email, RSS Follow

Gæði í leikskólastarfi, jafnrétti og velferð

05 feb 2014
Kristjan Sigurdsson
0
Aðsent efni, Dansskóli Reykjavíkur, Fjölnir fimleikar, Leikskólar í Grafarvogi, Menntamál
Leiksólakennarar

Salurinn á Hilton Nordica hótelinu var þétt setinn leikskólastarfsfólki.

,,Ég lærði það sjálfur“ var yfirskrift fjölsóttrar ráðstefnu leikskólastarfsfólks borgarinnar sem haldin var á Nordica Holton hótelinu í dag. Þar var fjallað um áhrif markaðssetningar á skólastarf, gildi skráninga og námssagna sem leið til að meta leikskólastarfið, lýðræði og læsi í víðum skilningi.

Hátt í þrjú hundruð leikskólastarfsmenn sátu þessa hálfs dags ráðstefnu þar sem flutt voru fjögur áhugaverð erindi. Dr. Berglind Rós Magnúsdóttir fjallaði í sínu erindi um gæði og jafnrétti í skólastarfi á tímum markaðsvæðingar. Þar rýndi hún í hugmyndir um að markaðsvæða skólakerfið og hvernig neytendaval getur breytt hugmyndum um skólastarf. Í erindi hennar var komið inn á fjölmargar spurningar sem snúa að jafnrétti barna til náms, lýðræði og gildi fagmennsku og jafnræðis í skólastarfi óháð markaðsöflunum.

Anna Sofia Wahlström sagði frá skemmtilegu E-twinning verkefni í leikskólanum Holti í Reykjanesbæ og rakti hvernig börnin lærðu að lesa umhverfi sitt með skemmtilegum rannsóknarverkefnum. Kristín Karlsdóttir lektor við HÍ sagði frá gildi námssagna barna sem matsaðferð á leikskólastarfinu og Anna Gréta Guðmundsdóttir leikskólakennari í Sæborg rakti nokkur dæmi um gildi skráninga til að meta styrkleika ungra barna í námi og starfi.

Líflegar umræður spunnust í lok ráðstefnunnar og á orðræðan örugglega eftir að skila sér inn í faglegt starf leikskólanna.

 

Email, RSS Follow

Allt uppbókað í Sturlubúðir, skákbúðir Fjölnis um næstu helgi

28 jan 2014
Baldvin
0
Barnastarf, Fjölnir skák, Grafarvogur, Krakkar, Rimaskóli, Skák

IMG_9848Öll 40 plássin í Sturlubúðum, skákbúðum Fjölnis helgina 1. – 2. febrúar, eru nú uppbókuð og aðeins hægt að skrá sig á biðlista. Dagskrá skákbúðanna er mjög spennandi en þar skiptist á skákkennsla og frjáls tími í frábæru umhverfi Útilífsmiðstöðvarinnar að Úlfljótsvatni.

Gist verður eina nótt og boðið upp á kvöldvöku á laugardegi. Síðasti liður á dagskrá sunnudagsins verður Nóa – Síríus skákmótið. Sælgætisgerðin gefur alla vinninga auk þess að gefa þátttakendum skákbúðanna glaðning á kvöldvökunni.

Fjölniskrakkar voru duglegastir og fljótastir að skrá sig í skákbúðirnar enda nýtur Skákdeild Fjölnis stuðnings Gúmmívinnnustofunnar Skipholti sem greiðir 75% af þátttökugjaldi Fjölniskrakka. Með stuðningi við Skákdeild Fjölnis vill Grafarvogsbúinn Sturla Pétursson minnast afa síns og alnafna sem á löngum skákferli kom að þjálfun barna og unglinga. Sturla yngri telur barna-og unglingastarf Skákdeildar Fjölnis mjög í anda afa síns.

Lagt verður af stað í Sturlubúðir með rútu á laugardagsmorgni kl. 10:00 frá Umferðarmiðstöðinni og þátttakendur sem það kjósa verða teknir upp í N1 við Ártúnshöfða.

Email, RSS Follow

Góður árangur sundfólks frá Fjölni

26 jan 2014
Kristjan Sigurdsson
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bænahald, Dansskóli Reykjavíkur, Fermingar í Grafarvogi, Fjölnir fimleikar, Fjölnir handbolti, Fjölnir knattspyrna, Sóknarnefnd, Sund

Fjölnir logoFjölnisfólk stóð sig vel á nýliðnum Reykjavik International Games sem haldið var í sundlauginni í Laugardal. Alls tóku 16 keppendur þátt í sundkeppni RIG 2014 og 5 keppendur töku þátt í sundi fatlaðra. Daníel Hannes Pálsson og Kristinn Þórarinsson fengu afreksverðlaun í lok móts fyrir stigahæstu sund mótsins. Daníel átti þriðja stighæsta sundið fyrir 400m skriðsund en hann sigraði í tveimur greinum 100 og 200m flugsundi og var í verðlaunasæti í öllum úrslitasundum. Kristinn átti 5. stighæsta sundið fyrir 200m fjórsund enn hann sigraði í öllu sex úrslitasundum sínum á mótinu og setti mótsmet í 200m fjórsundi.

Hilmar Smári Jónson vann eitt gull og þrjú silfur á mótinu og Steingerður Hauksdóttir vann tvenn bronsverðlaun. Í unglingaflokki (14 og yngri) unnu Kristján Gylfi Þórisson, Sædís Ósk Gunnlaugsdóttir og Berglind Bjarnadóttir til verðlauna. Sunddeild Fjölnis átti fulltrúa í flestum greinum í úrslitum. Allir í afrekshóp syntu sig inn í úrslit og einnig komust nokkur Í A-hóp Í úrslit, Sundmenn í A-hóp eru að færast nær og nær IM-50 lágmarki og vonandi fjölgar í IM-50 hópnum á næstu mótum.

Krakkarnir okkar stóðu sig einnig frábærlega vel í flokki fatlaðra. Jón Margeir Sverrisson sigraði allar sínar greinar með miklum yfirburðum. Davíð Þór Torfason var annar í þremur greinum og varð annar í þremur greinum. Þórey Ísafold Magnúsdóttir sigraði í þremur greinum og var þriðja í þremur. Sandra Sif Gunnarsdóttir sigraði í tveimur greinum og var í öðru sæti í tveimur. Laufey Gunnarsdóttir var í þriðja sæti í 50m bringusundi enn hún er aðeins 11 ára gömul.

 

Email, RSS Follow
« First‹ Previous170171172173174175176Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is