- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR
Margir voru mættir rúmlega 6 í morgun til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.
Sýnir mikinn áhuga þessara krakka og mátti sjá marga flotta takta.
Nýkjörið skóla- og frístundaráð tók til starfa í vor og hefur þegar sett á dagskrá
og samþykkt fjölmargar gagnlegar tillögur sem tengjast stefnuáherslum nýs meirihluta. Jafnframt
hafa góðar tillögur frá minnihluta ráðsins hlotið brautar- gengi. Ég fagna því að allir ráðsmenn
hafa lagt lið góðum málum óháð pólitískum uppruna þeirra. Þannig rækjum við best skyldur okkar
gagnvart borgarbúum.
[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/wp-content/uploads/2014/11/Skóla-og-frístundasvið-haustfrettabref_5.pdf“ target=“blank“ style=“3d“ background=“#1065bd“ radius=“0″]Fréttabréf…[/su_button]
Leikur Fjölnis og Mílunnar fór fram í Grafarvoginum í kvöld og það var fyrirfram búist við hörkuleik. Fyrir leikinn voru Mílan menn aðeins búnir að ná í eitt stig gegnum jafntefli og voru án sigurs í næst neðsta sæti. Heimamenn í 5. sætinu með 6 stig og gátu með sigri sett sig við hlið Hamranna í 4 sæti. Mílan menn náðu að halda í við Fjölnisliðið í fyrri hálfleik en leiðir skildu svo í þeim seinni.
Fjölnir 28-23 Mílan (15-12)
Gestirnir komust yfir 0-1 og sú forysta varði ekki lengi, heimamenn áallt skrefinu á undan og með flottri markvörslu hjá Ingvari markverði þeirra og góðum varnarleik á köflum voru þeir ávallt 3-4 mörkum yfir. Staðan í hálfleik 15-12 .
Sú forysta hélst áfram fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik og þegar 40 mínútur voru liðnar var munurinn 4 mörk 19-14 og Fjölnis liðið að auka muninn jafnt og þétt. Mílan gekk erfiðlega að finna leið gegnum varnarmúr Fjölnis og áfram hélt Ingvar markmaður að vera þeim erfiður.
Munurinn jóks og varð að 6 mörkum 21-15 árétt um miðbik hálfleiksins og Mílan menn hóuðu í leikhlé enda lítið að ganga upp hjá þeim sóknarlega. Brynjar Loftsson búinn að finna sig vel í þessum leik hjá Fjölni og gerði sitt 9 mark á 50. mínútu og hélt muninum áfram í 5 mörkum. Það var í raun aldrei spurning þegar leið á seinni hálfleikinn hvort liðið færi með stigin tvo með sér úr þessari viðureign,
Mílan menn settu svo mann mann í vesti á lokamínútunum, en allt kom fyrir ekki heimamenn í Fjölni með sanngjarnan og sannfærandi sigur 28-23.
Mörk Fjölnir: Brynjar Loftsson 11, Kriergur Snorrason 3, Breki Dagsson 3, Bjarni Ólafsson 3, Sveinn Þorgeirsson 2, Unnar Arnarsson 2, Björgvin Rúnarsson 1.
Mörk Mílan: Atli Kristinsson 6, Ívar Grétarsson 6, Atli Marel Vokes 5, Óskar Pétursson 2, Eyþór Jónsson 1, Invi Tryggvason 1, Björn Freyr Gísalson 1.
Birta er landssamtök foreldra/forráðamanna barna og ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust. Samtökin bjóða upp á opið hús í Grafarvogskirkju annan þriðjudag í mánuði (nema annað sé tekið fram). Gengið er inn á neðri hæð við hlið bókasafnsins. Hér er hægt að kynna sér samtökin.
Engar bókanir eru nauðsynlegar og allir velkomnir!
Kristniboðsdagurinn
Guðsþjónusta kl. 11.00
Kristján Þór Hreinsson flytur hugvekju.
Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar fyrir altari.
Kór kirkjunnar syngur.
Organsit: Hákon Leifsson.
Sunnudagaskóli kl. 11.00
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir.
Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir.
Undirleikari: Stefán Birkisson.
Guðsþjónusta kl. 13.00
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Kirkjuvinir syngja.
Organisti: Hákon Leifsson.
Sunnudagaskóli á sama tíma.
Umsjón hefur Ásthildur Guðmundsdóttir.
Undirleikari: Stefán Birkisson.
Ópal Sjávarfang verður með á stórsýningunni Matur og drykkur 2014 verður í Laugardalshöll 8. og 9. nóvember næstkomandi. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag frá klukkan 10 – 18. Á sýningunni verður sérstakt sýningarsvæði fyrir mat og verður það mjög fjölbreytt með fjölda sýnenda. Bæði stór og gróin fyrirtæki og sprotafyrirtæki með íslenskar afurðir.
[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/opal-sjavarfang“ target=“blank“ style=“3d“ background=“#1065bd“ radius=“0″]Ópal Sjávarfang[/su_button]
Sérstakt sýningarsvæði verður síðan með allskyns kynningum á áfengum og óáfengum drykkjum. Jafnt frönskum eðalvínum og íslenskum heilsudrykkjum. Sýningin verður í alla staði mjög áhugaverð og fjölbreytt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Aðgangseyrir aðeins kr. 1000 og gildir miði báða dagana og frítt fyrir yngri en 12 ára. Sýningarstjóri er Ólafur M. Jóhannesson, sem hefur líka stýrt Stóreldhúsafagsýningunum fyrir veitingageirann síðan 2005.
Betri hverfi 2015 er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar.
Hugmyndasöfnun er til og mðe 7 nóv og bindandi rafræn kosning snemma á næsta ári.
Hugmyndirnar verða framkvæmdar af Reykjavíkurborg næsta sumar.
Alls voru 78 verkefni kosin til framkvæmda í hverfakosningum. Íbúar sendu hins vegar inn 400 hugmyndir á vefinn Betri Reykjavík. Framkvæmdum við flest þessara verkefna er lokið eða þau eru á lokasprettinum. Nokkur stærri verkefni eru enn á undirbúningsstigi, þ.á.m. er leikvöllur á Klambratúni, stígur á milli Laugardalslaugar og tjaldsvæðisins í Laugardal og ævintýragarður í Gufunesi.
[su_button url=“http://grafarvogsbuar.is/betri-reykjavik“ target=“blank“ style=“3d“ background=“#1065bd“ radius=“0″]Grafarvogur[/su_button]
Borgarbúar geta gert ráð fyrir slæmum loftgæðum í Reykjavík í dag, 4. nóvember, annars vegar sökum gasmengunar frá Holuhrauni og hins vegar vegna svifryksmengunar (PM10).
Styrkur brennisteinsdíoxíðs í loftgæðamælistöð í Völundarhúsum í Grafarvogi klukkan 9 í morgun var 1080 og 1087 á Grensásveg kl. 9 í morgun og styrkur svifryks var 90 míkrógrömm á rúmmetra, en þar eru heilsuverndarmörkin 50.
Heilbrigðiseftirlitið vísar í töflu á heimasíðu Almannavarna – en þar kemur fram að ef styrkur fer yfir 600 míkrógrömm á rúmmetra er fólki ráðlagt að forðast áreynslu utandyra. Fólki sem er viðkvæmt í lungum er ráðlagt að fylgjast sérstaklega vel með loftgæðum.
Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur – má sjá kort yfir staðsetningu loftgæðamælistöðva í Reykjavík en þar er hægt að fylgjast með styrk brennisteinsdíoxíðs og annarra efna. Liturinn er grænn ef styrkurinn er undir heilsuverndarmörkum fyrir öll efni. Fari styrkur einhvers efnanna yfir heilsuverndarmörk breytist liturinn í gulan eða rauðan. Sýndur er hæsti styrkur efna á hverjum tíma.
Til að fá ítarlegri upplýsingar um loftgæði í Reykjavík má velja mælistað á kortinu. Styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) er hægt að skoða í loftgæðafarstöð II, sem nú er staðsett við Völundarhús 1 í Grafarvogi,og loftgæðamælistöðinni við Grensásveg.