• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Sunnudagurinn 31. janúar

29 jan 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Bænir, Börn, Fermingar í Grafarvogi, Grafarvogskirkja, Grafarvogur., Skólastarf

Grafarvogskirkja

Guðsþjónusta kl. 11.00

Fundur með fermingarbörnum úr Vættaskóla og Kelduskóla og foreldrum þeirra

Prestar: séra Vigfús Þór Árnason og séra Sigurður Grétar Helgason
Kór Grafarvogskirkju syngur
Organisti: Hákon Leifsson 

Sunndagaskóli kl. 11.00

Prestur: séra Arna Ýrr Sigurðardóttir
Umsjón: Þóra Björg Sigurðardóttir
Undirleikari: Stefán Birkisson

Kirkjuselið í Spöng

Selmessa kl. 13.00

Prestur: séra Arna Ýrr Sigurðardóttir
Vox Populi syngur
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson

Sunnudagaskóli á sama tíma

Umsjón: Rósa Ingibjörg Tómasdóttir
Undirleikari: Stefán Birkisson

Email, RSS Follow

Valdir í úrtakshóp U16

29 jan 2016
Baldvin Berndsen
0

Atli_FannarAtli Fannar Hauksson og Birkir Örn Þorsteinsson leikmenn úr 3.flokki karla voru valdir á úrtaksæfingar fyrir U16 í knattspyrnu.

Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands.

Við óskum þeim góðs gengis.

 

 

 

Birkir_Örn

 

 

 

 

 

 

ksi-merki

 

2289-10-11-januartilbod-skjar-05Stólpi auglýsing stór II

 

Email, RSS Follow

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2016: þriðjudaginn 9. febrúar nk

29 jan 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Grafarvogur, Grunnskólar Grafarvogs, Heimili og skóli, Skemmtilegt, Skólastarf

SID 2016Kæru foreldrar og skólafólk.

 

Við vekjum athygli  á því að Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 9. febrúar nk. kl. 13-16 í salarkynnum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Bratta.

Takið daginn frá! Vinsamlegast staðfestið komu á heimiliogskoli@heimiliogskoli.is.

 

 

 

 

 

2289-10-11-januartilbod-skjar-1170x466pxStólpi auglýsing stór II

 

Email, RSS Follow

Fjölnir og N1 áfram í samstarfi

28 jan 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Börn, Fjölnir, Fjölnir handbolti, Fjölnir knattspyrna, Grafarvogur., N1, Samningur N1 og Fjölnir, Skemmtilegt

Gummi og ÞyríN1 endurnýjaði samning sinn við Ungmennafélagið Fjölnir. Samningurinn er til þriggja ára og gerir N1 að einn af aðal styrktaraðilum Fjölnis.

“ Það er okkur hjá Fjölni mikil ánægja að framlengja samning okkar við öflugan bakhjarl eins og N1″, segir Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis.

Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1 segir að N1 leggi mikið upp úr því að styðja og styrkja við uppbyggingu við íþróttastarf ungmenna í landinu.

„Það er okkur því sönn ánægja að framlengja samning okkar við Fjölni“ segir Þyrí Dröfn Markaðsstjóri N1.

Á myndinni má sjá Guðmund L Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir markaðsstjóra N1

 

2289-10-11-januartilbod-skjar-1170x466pxStólpi auglýsing stór II

Email, RSS Follow

Fríðindi fyrir atvinnulausa og einstaklinga sem fá fjárhagsaðstoð

28 jan 2016
Kristjan Sigurdsson
0

FríðindiTillaga um að sundferðir og bókasafnsskírteini verði áfram gjaldfrjáls fyrir atvinnulausa og einstaklinga með fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík árið 2016 var samþykkt á fundi borgarráðs 21. janúar.

Einstaklingur getur sótt um sundkort og bókasafnsskírteini á Þjónustumiðstöð í sínu hverfi.

Rannsóknir sýna að atvinnuleysi geti haft neikvæðar heilsufarslegar og félagslega afleiðingar í för með sér en með því að bjóða þessum hópum upp á heilsurækt og endurgjaldslausan aðgang að Borgarbókasafninu er stuðlað að aukinni þátttöku í samfélaginu og bættum lífsgæðum.

Kostnaðarmat gerir ráð fyrir um 5,8 milljónum króna kostnaði borgarinnar á árinu 2016 og er það miðað við fjölda sundferða og bókasafnsskírteina undanfarin ár að teknu tilliti til verðlagshækkana.

Þjónustumiðstöð:
Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarður, Gylfaflöt 5, s. 411 1400

Þjónustuver Reykjavíkurborgar sími 411 1111

Email, RSS Follow

Ánægja með íbúalýðræði í Reykjavík

27 jan 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Betri Hverfi Reykjavík, Grafarvogskirkja, Grafarvogur, Íbúalýðræði, Umhverfið

Betri Reykjavík IINý skýrsla um íbúalýðræðisverkefnin Betri Reykjavík og Betri hverfi sýnir að Reykvíkingar eru ánægðir með þau en þó er bent á ýmis tækifæri til úrbóta og að auka þyrfti þáttöku með öflugri lýðræðisverkefnum.

Reykjavíkurborg fékk Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála til að vinna úttekt á Betri Reykjavík og Betri hverfum. Í tengslum við úttektina var m.a. gerð skoðanakönnun með 2.500 manna úrtaki þar sem hugur almennings var kannaður til verkefnanna en einnig voru framkvæmd viðtöl við embættismenn Reykjavíkurborgar og kjörna fulltrúa þar sem þeir voru spurðir út í verkefnin.
Í skýrslunni kemur fram að verkefnin Betri Reykjavík og Betri hverfi séu hluti af samfélagsstraumum undanfarinna missera hérlendis og á alþjóðavísu þar sem kallað er á aukið samráð milli íbúa og stjórnvalda við opinbera ákvarðanatöku. Verkefnin séu svar við kröfu í íslensku samfélagi um aukið lýðræði í kjölfar efnahagshrunsins 2008.

Almennur vilji til að geta haft áhrif

Úttektin sýnir að mikill almennur vilji er meðal borgarbúa til að geta haft áhrif á nærumhverfi sitt og að geta átt í samræðu við borgaryfirvöld um borgarmálefni á netinu. Þá eru bæði verkefnin í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga frá 2011 um að nauðsynlegt sé að tryggja íbúum sveitarfélaga möguleika á að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar.
Bæði verkefnin Betri hverfi og Betri Reykjavík snúast í grunninn um að veita borgarbúum tækifæri til að koma hugmyndum á framfæri rafrænt á vefnum. Íbúar geta rætt hver við annan um hugmyndir sínar, skrifað rök við hugmyndir annarra og aflað þeim fylgis eða kosið gegn þeim. Eftir þetta ferli tekur  borgin við, metur hugmyndirnar og framkvæmir þær eftir atvikum. Í tilfelli Betri hverfa er þetta ferli ívið flóknara þar sem fyrst er farið í hugmyndasöfnun meðal íbúa, síðan tekur fagnefnd við og fer yfir hugmyndirnar sem að lokum er stillt upp til rafrænna kosninga eftir hverfum í borginni.
Niðurstöður úttektarinnar sýna að almenn ánægja er með samráðsvefina meðal borgarbúa en ánægjan fer þó ekki endilega saman við virkni og þátttöku. Þannig er virkni með því minnsta, en jafnframt ánægja með því mesta, í Breiðholti og Miðborginni.
Samkvæmt skoðanakönnuninni þekkir ríflega fjórðungur borgarbúa vel eða mjög vel til verkefnanna, rúmlega þriðjungur hefur heyrt af þeim og annar þriðjungur þekkir ekki til þeirra.
Úttektin sýnir að þátttaka í Betri Reykjavík og Betri hverfum er mest í þeim samfélagshópum sem almennt eru virkastir hvað varðar pólitíska þátttöku og virkni, þ.e. háskólamenntaðir einstaklingar, þeir sem eru tekjuhærri og millialdurshóparnir. Þetta er í samræmi við niðurstöður erlendra og innlendra rannsókna á þessu sviði.

Starfsmenn síður ánægðir

Þá kemur fram í úttektinni að starfsmenn stjórnsýslu borgarinnar eru mun síður ánægðir með samráðsvefina og ýmsa þætti framkvæmdarinnar en borgarbúar og kjörnir fulltrúar sem gefur til kynna að huga þurfi betur að framkvæmd verkefnanna og samfléttun þeirra við stjórnsýslu borgarinnar.
Eiginlegt samráðið á vefjunum er þó minna en ætla mætti og á það einkum við um BR. Þar á sér einkum stað samræða milli borgarbúa innbyrðis frekar en samtal þeirra við borgaryfirvöld.
Þá segir í úttektinni að þar sem Betri hverfi snúist um bindandi kosningar þar sem opinberum fjármunum er ráðstafað sé umhugsunarefni hvort þátttaka í hverfakosningum sé viðunandi.
Meginniðurstaða úttektarinnar er engu að síður sú að margvísleg tækifæri felist í samráðsvefjunum, eftirspurn sé eftir samráði meðal borgarbúa og að pólitískur vilji sé til staðar hjá borgaryfirvöldum að auka samráð við borgarbúa. Hins vegar þurfi að skilgreina betur hvert hlutverk verkefnanna eigi að vera.
Betri Reykjavík og Betri hverfi – skýrsla úttektarnefndar
Betri Reykjavík og Betri hverfi – viðauki við skýrslu
2289-10-11-januartilbod-skjar-1170x466px
Stólpi auglýsing stór II
Email, RSS Follow

Aðsóknarmet í Borgarbókasafninu

25 jan 2016
Kristjan Sigurdsson
0

AðsóknarmetDagskrá Menningarhúsa Borgarbókasafnsins er að öllu jöfnu ótrúlega fjölbreytt og vönduð. Aðsóknin á marga viðburði á nýju ári hefur verið frábær og á suma hefur verið fullt út úr dyrum.

Árið byrjar vel á Borgarbókasafninu. Fyrsti viðburður ársins var í menningarhúsinu í Grófinni en þar fengu börn að lesa fyrir sérþjálfaða hunda og er nánast fullbókað í alla tímana.

Í Árbæ komu talmeinafræðingarnir Eyrún og Þóra og sungu nokkrar Lubbavísur fyrir fullu húsi og brugðu á leik með fjárhundinum Lubba sem leitaði að málbeininu.

Berglind Björgúlfsdóttir var með tónlistarstund fyrir yngstu kynslóðina í Spönginni og var þéttsetið af mæðrum og litlum krílum sem tóku virkan þátt og hlýddu áhugasöm á. Sögustund á náttfötunum í Sólheimum þarf vart að kynna en hún er fastur dagskráliður hjá fjölda barna og er fullskipað í hvert sæti.

Í Grófinni var á dögunum opnuð myndasögusýning Lilju og Simma. Skemmtilegt viðtal var tekið við verkefnastýruna og teiknarana í beinni útsendingu í Fréttatíma Stöðvar 2 og á Café lingua á Hótel Marina var ljúf stemning en þar leiddu skáld og ljóðaunnendur gesti í ljóðaferðalag heimshorna á milli.

Prjónakaffið í Árbæ hefur verið með eindæmum vinsælt og er greinilegt að landinn fær aldrei nóg af hannyrðum og góðum félagsskap og leshringir safnanna eru fullskipaðir af áhugasömum bókaormum.

Tvær sýningar voru opnaðar helgina 16-17. janúar, Polaroid – Fortíðarþrá í Grófinni en sýningin er samsýning nokkurra félaga úr Félagi íslenskra samtímaljósmyndara. Guðrún Ingibjartsdóttir opnaði sýninguna Veröldin mín í Boganum í Gerðubergi og fékk til sín marga góða gesti.

Í Gerðubergi var boðið upp á tónleikana, Jazz í hádeginu, og var þétt setið í stóra salnum þegar þeir félagar Leifur Gunnarsson og Agnar Már Magnússon léku af hjartans list og svo endurtóku þeir leikinn í Spönginni daginn eftir.

Og rúsínan í pylsuendanum er óneitanlega aðsóknarmetið sem var slegið í Gerðubergi á Heimspekikaffið Hefur hugsun áhrif á heilsu? með Gunnari Hersveini og Láru G. Sigurðardóttur lækni en þar mættu yfir 230 manns og var setið í öllum skúmaskotum hússins.

Email, RSS Follow

Opinn fundur félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi

24 jan 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent, Félagsstarf Sjálfstæðisflokksins, Fundur hjá XD, Grafarvogu, Grafarvogur., Grafarvogurinn.is, XD

Félag Sjálfstæðismanna í Grafarvogi boðar til opins fundar mánudaginn 25. janúar kl.: 20:00 í félagsheimilinu að Hverafold 3, 2. hæð.XD

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, verður gestur fundarins.

Umræðuefni fundarins:

*Almenn sveitastjórnarmál

*Eru minni sveitarfélög íbúavænni?

*Væru Grafarvogsbúar betur settir ef Grafarvogur væri sjálfstætt sveitarfélag?

*Fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og í Reykjavík

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Heitt á könnunni.
Stjórnin

 

 

2289-10-11-januartilbod-skjar-1170x466pxStólpi auglýsing stór II

Email, RSS Follow

Grafarvogskirkja með nýjung í starfi sínu.

23 jan 2016
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bænahald, Bænir, Börn, Fermingar í Grafarvogi, Grafarvogskirkja, Skemmtilegt

Frá og með næstkomandi sunnudegi mun Grafarvogssöfnuður bjóða upp á kaffi og meðlæti í kirkjuselini í Eirborgum kl. 12:00 – 13:00. Síðasta sunnudag hvers mánaðar (fram á vor) mun veitingastaðurinn Sægreifinn bjóða upp á fiskisúpu á þessum sama tíma.

Þetta er fólki að kostnaðarlausu en Grafarvogssöfnuður og Sægreifinn vilja koma á móts við fólk sem ekki hefur lengur kost á að fá heitan mat í samfélagi við annað fólk í þessari vinsælu félagsmiðstöð um helgar.

Email, RSS Follow
« First‹ Previous9899100101102103104Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is