WOW Cyclothon 2017 hefst við Egilshöll í dag.
Árið 2017 verður safnað fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörgu sem mun úthluta söfnunarfé til Björgunar- og slysavarnarsveita landsins.
Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Fyrsta björgunarsveitin var stofnuð árið 1918 en félagið í núverandi mynd var stofnað 2. október 1999. Þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18 þúsund félaga.
Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga bæði mannslífum og verðmætum. Um 4000 vel þjálfaðra sjálfboðaliða er til taks ef út af bregður, hvort sem er á nóttu sem degi, allt árið um kring.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er verndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar.