Þér er boðið á frábæran fyrirlestur um vináttu barna og unglinga.
Fyrirlesari: Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands
Tími: Miðvikudagurinn 11. febrúar kl. 20:00
Staður: Hlaðan í Gufunesbæ
Fjallað verður um mikilvægi vináttu fyrir börn og unglinga. Megináhersla verður lögð á leiðir fyrir foreldra til að geta aðstoðað
börn sín við að eignast vini og halda þeim.
Léttar veitingar í boði.
Við vonumst til að foreldrar fjölmenni á fyrirlesturinn. Miklu máli skiptir að börnum okkar líði vel og það eru leiðir til þess að bæta líðan þeirra. Það er einnig mikilvægt að við foreldrarnir fáum tækifæri til að hittast og efla samstöðu okkar.
Hlökkum til að eiga góða kvöldstund með ykkur, fyrirlesturinn er sameiginlegur öllum foreldrafélögum í Grafarvogi og Kjalarnesi
Umsjón í ár er í höndum Foreldrafélags Foldaskóla
Vinátta barna og unglingaÞér er boðið á frábæran fyrirlestur um vináttu barna og unglinga
Fyrirlesari: Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands