Vikulegur vettvangur Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Það var annasamur dagur hjá Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, en eftir að hafa tekið fyrstu skóflustungu af hofi ásatrúarmanna í Öskjuhlíð,  lá leið hans í Miðgarð.

  • Borgarstjóri og Bergvin, formaður hverfisráðs hlíða á Ingibjörgu kynna starfssemi Miðgarðs.

    Borgarstjóri og Bergvin, frá hverfisráði hlíða á Ingibjörgu kynna starfssemi Miðgarðs.

  • Viðurkenning fyrir Græn skref; Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Hera Hallbera og Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Grænna skrefa.

    Viðurkenning fyrir Græn skref; Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Hera Hallbera Björnsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Grænna skrefa.

  • Borgarstjóri sestur á skólabekk í Reykjavík International School.

    Borgarstjóri sestur á skólabekk í Reykjavík International School.

  • Anna Bergsdóttir, skólastjóri Hamraskóla, borgarstjóri og Laurie Anne Berg, skólastjóri Reykjavík International School.

    Anna Bergsdóttir, skólastjóri Hamraskóla, borgarstjóri og Laurie Anne Berg, skólastjóri Reykjavík International School.

Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness var fyrsti viðkomustaður borgarstjóra á ferð hans um Grafarvog. Þegar hann hafði kynnst sér starfsemi Miðgarðs afhenti hann þjónustumiðstöðinni viðurkenningu fyrir fjórða Græna skrefið. Að sögn Hrannar Hrafnsdóttur, verkefnastjóra Grænna skrefa, er þjónustumiðstöðin þriðji starfsstaður Reykjavíkurborgar sem nær þeim áfanga.

Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, sagði að allt starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar legði sitt af mörkum við flokkun og endurnýtingu. Við það hefði sparast mikill rekstrarkostnaður, s.s. við sorphirðu og rafmagns- og hitanotkun.

Starfsmenn Miðgarðs sækja andagift í goðafræðina því þau flokka með dirfsku ása; Huginn og Muninn heita tveir metanbílar sem stöðin hefur til afnota og rafmagnshjólið kallast Sleipnir. Græn hugsun og aukin meðvitund við flokkun hefur ekki einungis skilað árangri á vinnustaðnum heldur hefur starfsfólk fært umhverfisstarfið heim til sín.

Árangur Miðgarðs hefur vakið athygli og nefndi borgarstjóri í því samhengi að Grafarvogsbúar stæðu sig betur við flokkun og endurnýtingu en íbúar annarra hverfa.
Frá Miðgarði lá leiðin í Hamraskóla og Alþjóðaskólann í Reykjavík og að  lokum til Korpúlfsstaða.

Meira um Græns skref í starfsemi Reykjavíkurborgar

 

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.