Í þessari viku er allt vetrarstarf að renna af stað en æfingatöflur eru að detta inn og stefnum við á að allar æfingatöflur séu fullklárar í vikulokin. Félagið er að æfa á mörgum stöðum í Grafarvogi og eins erum við líka með æfingar í öðrum bæjarfélögum, en það kemur til af aðstöðuleysi félagsins.
Æfingaaðstaða Fjölnis er í Dalhúsum en þar eru handbolti og körfubolti og sund í Grafarvogslaug. Í Rimaskóla eru æfingar í frjálsum, handbolta, körfubolta og skák. Í Egilshöll er lagt stund á fimleika, frjálsar, karate og knattspyrna og svo er líka æft í nokkrum íþróttasölum skólanna í Grafarvogi, t.d. er tennis fyrir byrjendur 6 – 12 ára í Vættaskóla, borgum og Kelduskóla, vík. Allar þessar upplýsingar koma fram í æfingatöflum deildanna.
Við viljum minna alla forráðamenn að ganga frá skráningum í Nóra kerfinu á heimasíðunni hjá okkur, en þar er að finna allar upplýsingar um skráningar og verð.
Fólk er hvatt til að kynna sér það starf sem deildir félagsins hafa uppá að bjóða og finna það sem hæfir hverjum og einum.