Þer brjálað að gera líkt og verið hefur undanfarna daga,“ segir Björn Ingvarsson sem stjórnar snjóhreinsun Reykjavíkurborgar. Vinna gengur vel og í nótt fóru tæki úr kl. 4 til að ryðja snjó bæði á
Megináherslan er á að ryðja helstu leiðir, strætóleiðir, stofnbrautir og safngötur, en einnig er farið í húsagötur eftir því sem mögulegt er. „Við erum að skoða hvort moka þurfi snjó úr götum,“ segir Björn.
Metin falla
Það er óvenju snjóþungt í Reykjavík en snjódýpt mældist 42 sentimetrar í morgun og hefur ekki mælst meiri í desember frá því mælingar hófust. Fyrra desembermetið var 33 sentimetrar 29. desember 2011. Mesta snjódýpt í Reykjavík frá því mælingar hófust eru 55 sentimetrar en það met var sett 18. janúar 1937. Mögulegt er að það met falli síðar í þessum mánuði því áfram á að snjóa.
Reykjavik.is/snjor
Í grófum dráttum má skipta verkefnum Reykjavíkurborgar við snjóhreinsun, snjómokstur og hálkueyðingu í þrennt eftir því hvort um er að ræða umferðargötur, stíga og gangstéttar eða stofnanalóðir og strætóskýli. Aðstæður kalla á mismunandi tækjakost og aðferðir, en markmiðið er það sama: að tryggja greiðar leiðir. Nánari upplýsingar um verklag og forgangsröðun er að finna á vefsíðunni reykjavik.is/snjor
Reykjavíkurborg vill standa vel að þessum málum og þiggur allar ábendingar um það sem betur má fara. Bæði um hvernig vinnan er skipulögð sem og hvernig að framkvæmd er staðið. Skilvirkasta leiðin til að koma ábendingum um þjónustuna á framfæri er ábendingavefur Reykjavíkurborgar. Opna ábendingavef.