Útvarpsmessa, fyrsta Selmessan og fyrsti sunnudagaskólinn.

Það verður útvarpsguðsþjónusta í Grafarvogskirkju sunnudaginn 1. september kl. 11:00. Þjóðkirkjan fagnar upphafi vetrarstarfsins með útvarpsguðsþjónustu frá Grafarvogskirkju þar sem biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. sr. ARna Ýrr Sigurðardóttir þjónar fyrir altari. Kórar kirkjunnar syngja, organisti er Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi barnakórs Grafarvogskirkju er Margrét Pálmadóttir. Hjörleifur Valsson leikur á Fiðlu og Þorgeir Jónsson á kontrabassa.

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins hefst á sunnudaginn og verður á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. Söngvar, sögur og límmiðar.

Fyrsta Selmessa vetrarins verður á sunnudaginn í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar, Hilmar Örn Agnarsson er organisti og Vox Populi leiðir söng.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.