Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Félag grunnskólakennara boðað vinnustöðvun þrjá daga, 15. maí, 21. maí og 27. maí.
Þetta þýðir að skólahald fellur niður þessa daga ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma.
Starfsemi frístundaheimila verður óbreytt verkfallsdagana.
Komi til vinnustöðvunar munu matarreikningar sem koma til borgunar í byrjun júní lækka hlutfallslega sem því nemur.
Við biðjum ykkur að fylgjast vel með fréttum að kvöldi n.k. miðvikudags og morgni fimmtudags.
Með kveðju
Skólastjórnendur