Skákþing Íslands 2014 – drengja-og telpnameistaramót (15 ára og yngri).
Skákþing Íslands 2014 – pilta-og stúlknameistaramót (13 ára og yngri).
Keppni á Skákþingi Íslands 2014 – 15 ára og yngri (fædd 1999 og síðar) og 13 ára og yngri (fædd 2001 og síðar) verður haldið á höfuðborgarsvæðinu dagana 8. og 9. nóvember nk. Tefldar verða 9 umferðir eftir monrad kerfi og er umhugsunartími 25 mín. + 10 sek. viðbótartími á hvern leik. Teflt verður í einum flokki.
Umferðataflan er þannig:
Laugardagur 8. nóvember kl. 12.00 1. umferð
- 13.00 2. umferð
- 14.00 3. umferð
- 15.00 4. umferð
- 16.00 5. umferð
Sunnudagur 9. nóvember kl. 11.00 6. umferð
- 12.00 7. umferð
- 13.00 8. umferð
- 14.00 9. umferð
Þetta eru áætlaðar tímasetningar, en hver ný umferð hefst að þeirri fyrri lokinni.
Að því loknu verðlaunaafhending og mótsslit.
Þátttökugjöld: kr. 1.000.- (hámark kr. 1.500.- fyrir fjölskyldu)
Verðlaun: Verðlaunabikarar fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki.
Skráning: http://www.skak.is og skaksamband@skaksamband.is
Skráningu lýkur fimmtudaginn 6. nóvember.
Unglingameistaramót Íslands 2014
Unglingameistaramót Íslands 2014 fer fram í höfuðborgarsvæðinu dagana 7.- 9. nóvember nk. Þátttökurétt eiga þeir sem verða 20 ára á almanaksárinu og yngri.
Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn “Unglingameistari Íslands 2014” og í verðlaun farseðil – að hámarki kr. 50.000.- á skákmót erlendis. Farseðilinn gildir í eitt ár.
Umferðatafla:
Föstudagur 7. nóv. kl. 20.00 3 atskákir
Laugardagur 8. nóv.: kl. 17.00 4 atskákir
Að móti loknu verður verðlaunaafhending.
Tímamörk: 25 mín + 10 sek. viðbótartími á hvern leik
Þátttökugjöld: kr. 2.000.-
Skráning: http://www.skak.is og skaksamband@skaksamband.is
Skráningu lýkur fimmtudaginn 6. nóvember.
SKÁKSAMBAND ÍSLANDS