Það er knattspyrnudeild Fjölnis sönn ánægja að tilkynna Úlf Arnar Jökulsson sem nýjan aðalþjálfara meistaraflokks karla.
Með Úlla í þjálfarateyminu verður Gunnar Sigurðsson aðstoðarþjálfari.Úlla þekkjum við Fjölnismenn vel. Hann er gríðarlega efnilegur þjálfari sem gjörþekkir félagið.
Úlli er með UEFA A og UEFA Elite Youth A þjálfaragráður. Undanfarin 4 ár eða frá árinu 2017 hefur hann stýrt öðrum flokki Fjölnis með góðum árangri. Samhliða því þá stýrði Úlli liði Vængja Júpiters á nýliðnu sumri en undirstaðan í því liði voru efnilegir leikmenn úr öðrum flokki Fjölnis. Liðið fór alla leið í undanúrslit 4. deildar og vakti athygli fyrir góða spilamennsku.
Á árunum 2014-2017 var hann þjálfari meistaraflokks hjá nágrönnum okkar í Aftureldingu. Gunni Sig hefur verið í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Fjölni undanfarin 10 ár. Það er mjög ánægjulegt að halda í þá reynslu og þekkingu sem Gunni hefur fram að færa.Unnið er að enn frekari viðbót við annars öflugt þjálfarateymi.Knattspyrnudeild Fjölnis bindur miklar vonir við þessa ráðningu og hlakkar til samstarfsins á komandi tímabilum.