Tvöfaldur Íslandsmeistari og Norðurlandameistari

NansýNansý Davíðsdóttir í 6. bekk í Rimaskóla reyndist sigursæl á þeim tveimur Íslandsmótum í skák sem fram fóru um helgina. Á laugardag leiddi hún stúlknasveit Rimaskóla til sigurs á Íslandsmóti grunnskóla stúlknaflokki og vann allar sjö skákir sinar á 1. borði. Daginn eftir tefldi hún á Íslandsmóti stúlkna í skák og vann þá aftur allar sjö skákirnar nánast áreynslulaust.

Nansý er einnig tvöfaldur Norðurlandameistari því að hún sigraði á NM stúlkna í Malmö sl. vor og tefldi með skáksveit Rimaskóla sem vann Norðurlandamót grunnskóla örugglega í Noregi í sept. sl. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur Nansý unnið til fjölda verðlauna í skák bæði með skáksveitum Rimaskóla eða ein og sér. Bikarasafn hennar fer að nálgast töluna 50.

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.