TORG LISTAMESSA
14.-23. OKTÓBER 2022

TORG Listamessa Reykjavík er haldin á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum og er einn stærsti sýningar – og söluvettvangur myndlistar á Íslandi þar sem sjá má á einum stað fjölbreytileg listaverk eftir listamenn sem allir eru félagsmenn í Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

Tilgangur Torgs er margþættur þ.e. að auka sýnileika myndlistarinnar og gera fólki auðveldara fyrir að kynna sér samtímalist sem og að eignast listaverk eftir íslenska eða erlenda listamenn sem starfa hér á landi. Ætlunin er auk þess að veita áhugafólki um myndlist tækifæri til að fjárfesta í myndlist milliliðalaust og eiga um leið persónulegt samtal við listamennina sjálfa. 

TORG Listamessa 2022 verður haldin dagana 14.-23. október nk.

Nánar má lesa um Torg Listamessu hérna…..

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.