Skákþing Reykjavíkur 2014 hófst 5. janúar og er nú rúmlega hálfnað. Metþátttaka er á mótinu, 75 keppendur, enda eitt elsta og virtasta skákmót landsins og fjölmörg verðlaun í boði. Skákdeild Fjölnis á tólf fulltrúa á mótinu og greiðir skákdeildin þátttökugjöld þeirra allra. Um er að ræða unga og bráðefnilega skákmeistara á aldrinum 11 – 21 árs.
Í hópnum eru allir Norðurlandameistarar Rimaskóla, Hörður Aron Hauksson sem varð NM meistari með Rimaskóla árið 2008, Dagur Andri Friðgeirsson Íslandsmeistari barna árið 2006, Kristófer Halldór Kjartansson í jólameistarasveit Rimaskóla 2013 og Kelduskólastrákarnir Hilmir, Sigurður Bjarki, Sigurjón og Anton sem urðu í 3. sæti á sama jólaskákmóti SFS og TR í des. sl.
Þeir Dagur Ragnarsson og Jón Trausti Harðarson eru á meðal efstu manna þegar 5 af 9 umferðum er lokið með 4 vinninga. Í kjölfar þeirra kemur þriðji Norðurlandameistarinn Oliver Aron með 3,5 vinninga og er í 12. sæti.