Þrettándagleði í Grafarvogi

Hin árlega þrettándagleði í Grafarvogi verður haldin mánudaginn 6. janúar 2020 frá kl.17.00 til 18.30.

Dagskrá:
17:00 Notaleg stund í Hlöðunni:
– Kakó, vöfflu og glowstick sala
– Andlitsmálning fyrir börnin
– Harmonikkuleikur
17:20 Skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög
17:55 Skólahljómsveit leiðir göngu frá Hlöðunni
ásamt jólasveinum
18:00 Kveikt í brennu
– Hljómsveitin Fjörkarlar skemmta á sviði
18:30 Þrettándagleði lýkur með flugeldasýningu

Einnig koma jólasveinar við á leið til fjalla.

Skemmtum okkur saman, ungir sem aldnir og
brennum út jólin.

Eftirtalin félög og stofnanir hafa undirbúið og stutt þrettándagleðina:
Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, frístundamiðstöðin Gufunesbær, Landsnet, Faris, Fanntófell, Kvikk, Vélfang, Korpúlfar, skólahljómsveit Grafarvogs og Hjálparsveit Skáta Reykjavík


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.