Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að þremur nýjum fjölbýlishúsum sem Þorpið vistfélag byggir í Gufunesi kl. 13 í dag. Íbúðirnar, sem eru 65, eru byggðar með ný lög um hlutdeildarlán í huga og munu kaupendur þeirra geta sótt um slík lán séu þeir innan tekjuviðmiða laganna.
Við bendum á facebook síðu okkar; Þorpið-vistfélag en þar má finna ýmsar upplýsingar um verkefnið.
Þetta er annar áfanginn í uppbyggingu Þorpsins, en verið er að reisa fyrsta áfanga verkefnisins, 45 íbúðir sem afhentar verða eigendum 1. júlí næstkomandi.Íbúðirnar eru hannaðar af Yrki arkitektum. Áhersla er á vandaða hönnun og góða rýmisnýtingu íbúðanna sem eru af fjórum gerðum; stúdíó, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja. Fyrstu íbúðirnar, sem kosta á bilinu 19-37 milljónir fullbúnar, verða afhentar eigendum í árslok á næsta ári. Eykt byggir íbúðir Þorpsins í Gufunesi úr steinsteyptum einingum sem framleiddar eru af Steypustöðinni í Borgarnesi.
Staðsetning og hæð húsa skapar skjólsælt, sólríkt og grænt umhverfi. Byggð Þorpsins í Gufunesi er brotin upp í þriggja til fimm hæða þyrpingu íbúðarhúsa sem hverfist um miðlægt torg og garða. Íbúðir eru samtals 137. Göngustígar í nágrenni eru tengdir inn og í gegnum í svæðið.Gufunesið býður upp á einstaka staðsetningu fyrir þorp í miðri borg.
Nýtt smáíbúðahverfi Þorpsins verður vistvænt samfélag þar sem metnaður verður lagður í deililausnir og samfélagslega uppbyggingu hverfisins. Byggðin liggur að einstakri stönd og handan hennar tekur við stórt grænt svæði með grænmetisgörðum fyrir íbúa og möguleikum til útivistar.