Þorláksmessa 23. desember og aðfangadagur 24. desember

Þorláksmessa 23. desember

Jólin eru að koma – Grafarvogskirkja kl. 11:00. Kyrrðar- og fyrirbænastund. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Hákon Leifsson er organisti. Heitt súkkulaði og piparkökur eftir stundina.

Aðfangadagur 24. desember

Jólastund barnanna í Grafarvogskirkju kl. 15:00. Syngjum saman jólalög, hlustum á sögu og höfum það huggulegt. Umsjón með stundinni hefur Pétur Ragnhildarson. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Aftansöngur kl. 18:00 í Grafarvogskirkju. Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar og prédikar. Einsöngvari er Margrét Eir Hönnudóttir. Auður Hafsteinsdóttir leikur á fiðlu og Sigurgeir Agnarsson leikur á Selló. Kirkjukór- og Barnakór Grafarvogskirkju leiða söng. Organisti er Hákon Leifsson og stjórnandi barnakórsins er Sigríður Soffía Hafliðadóttir.

Aftansöngur kl. 18:00 í Kirkjuselinu í Spöng. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar og prédikar. Einsöngvari er Elmar Gilbertsson. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Miðnæturguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 23:30. Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar. Kammerkór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson.

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.