Það voru tvær duglegar mömmur ( eiga mikið hrós skilið ) sem tóku sig til og flokkuðu aðeins til í tapað/fundið geymslunni í Egilshöll í gærkvöldi. Þær reyndu að hringja í þá sem voru með merkt föt og skó, en ekki tókst að hringja í alla sem áttu merkt föt,þau settum í svartan dunk sem er inni í geymslunni. Gengið var við frá öðrum fötum og flokkað eins og hægt var, svo nú er auðveldara að líta eftir því sem er þarna.
Endilega lítið þar inn ef ykkur vantar eitthvað, það er ógrynni af fötum, skóm og hjálmum þarna sem sakna eigenda sinna. Þetta eru töluverð verðmæti.