Þrír vaskir piltar frá Sunddeild Fjölnis fóru í æfingabúðir til Danmerkur á dögunum enn þar syntu þeir með sundfélaginu í Esbjerg undir handleiðslu Arnar Arnarsonar, ólympíufara og sundþjálfara auk þess sem þeir tóku þátt í sterkur sundmóti sem haldið var helgina 30.maí – 1.júní.
Kristinn Þórarinsson setti þrjú mótsmet í aldursflokki 17-18 ára. Hann setti met í 100m fjórsundi (57,24), 50m baksundi (26,68) og 25m baksundi (12,32) enn auk þess sigraði hann 100 og 200m baksund og varð annar í 200m fjórsundi. Kristinn átti 11. stighæsta sundið 705 stig fyrir 200m fjórsund og var stighæsti í 25m sprettum í 17-18 ára flokki fyrir 25m baksund.
Daníel Hannes Pálsson varð 9. stighæsti á mótinu fyrir 400m skriðsund 708 stig (3:58,09), auk þess vann hann þrjú silfur verðlaun ( 100flug, 400skrið og 50skrið) og þriðji í 200m flugsundi og 25m flugsundi.Jón Margeir Sverrisson setti nýtt Íslandsmet í flokki S-24 í 400m fjórsundi er hann synti á tímanum 4:51,03 og bætti gamla metið sitt um rúmar 3 sek.
Hann var einnig að synda fínum tímum í 100m flugsundi, 400m skriðsundi, 50m skriðsundi og 100m skriðsundi og var að ná inní úrslit í sinum greinum.Frábær reynsla fyrir þessa kappa sem mun nýtast vel í undirbúningi fyrir stórmót sumarsins. Enn þessir kappar stefna allir á góðan árangur í sumar. Daníel Hannes keppir á Opna Franska meistaramótinu í byrjun júlí,
Kristinn á Evrópumóti Unglinga um miðjan júlí og Ólympíueikum Ungmenna um miðjan ágúst. Jón Margeir stefnir svo á Evrópumót Fatlaðra í byrjun ágúst.